Geir í nýtt starf

Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur gengið til liðs við OPUS lögmenn sem ráðgjafi í alþjóðlegum verkefnum.

OPUS lögmenn hófu starfsemi árið 2006 og hjá stofunni starfa nú fimmtán manns, þar af tólf lögmenn. Á síðustu misserum hafa umsvif vegna verkefna fyrir erlenda viðskiptavini aukist mjög, samkvæmt fréttatilkynningu.

Erlendur Þór Gunnarsson hrl. og framkvæmdastjóri OPUS lögmanna segir í fréttatilkynningu: „Það er mikill  fengur að því fyrir okkur að fá Geir til liðs við OPUS lögmenn. Ég er viss um að reynsla hans sem forsætis-, utanríkis- og fjármálaráðherra, menntun hans og þekking, sem og víðtæk reynsla af alþjóðlegum samskiptum muni koma okkar fyrirtæki og viðskiptavinum þess að góðu gagni.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert