Haraldur Benediktsson: Ágangur á ræktarlönd bænda

Haraldur Benediktsson
Haraldur Benediktsson

„Ein af þeim breytingum sem orðið hafa í umhverfi okkar er veruleg fjölgun á fuglum sem gera sig heimakomna í ræktarlöndum. Ágangur álfta, gæsa og helsingja á tún og akra veldur bændum milljónatjóni á hverju ári“, segir Haraldur Benediktsson, formaður bændasamtakanna í grein í Morgunblaðinu í dag.

Hann segir að málin hafa ítrekað verið rædd við umhverfisráðherra, núverandi og fyrrverandi. Það hafi verið skrifuð mörg bréf og unnin ótal minnisblöð en ekkert gerist. Í raun og veru er það svo að íslensk stjórnvöld viðurkenna ekki tjónið sem af áganginum hlýst.

Haraldur telur að skapa þurfi skynsamlega samfélagssátt um aðgerðir til að mæta því tjóni sem fuglar valda á ræktarlandi bænda.

,

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert