Meintar falsanir til lögreglunnar

Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi.
Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi. mbl.is/Golli

Tekin var ákvörðun um það í dag af yfirkjörstjórnum í Reykjavík að vísa meintum fölsunum á undirskriftum á meðmælendalistum Ástþórs Magnússonar, forsetaframbjóðanda, til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þetta staðfestir Katrín Theodórsdóttir, annar oddviti yfirkjörstjórnanna, í samtali við mbl.is.

„Staðan er einfaldlega þannig að hann skilaði inn viðbót sem var vottuð án nokkurra fyrirvara en eftirstendur auðvitað fyrirvari sem var gerður við hina meðmælendurna sem hann hafði þegar skilað inn í Reykjavíkurkjördæmunum báðum. Og nú fer þetta bara til innanríkisráðuneytisins og þeir taka síðan ákvarðanir um framhaldið,“ segir Katrín.

Aðspurð segir hún að Hannes Bjarnason hafi hins vegar skilað inn þeim undirskriftum sem hann hafi vantað og þær hafi verið vottaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert