Saksóknari gaf heimild

Aðsetur sérstaks saksóknara.
Aðsetur sérstaks saksóknara. mbl.is

Vitað var í október af áformum lögreglumannanna, sem hafa verið kærðir til ríkissaksóknara, um að stofna félag og hefja sjálfstæða rannsóknarvinnu. Þá sögðu þeir upp störfum á þeim grundvelli og unnu áfram til áramóta hjá embættinu. Í desember hófu þeir störf hjá lögmannstofu í hálfu starfi og minnkaði starfshlutfall þeirra jafnhliða hjá embættinu.

Morgunblaðið hefur heimildir og gögn sem sýna að slitastjóri hefur haft góðan aðgang að gögnum frá Milestone sem sérstakur saksóknari hafði lagt hald á og einnig varpa þau mynd á samskipti embættisins og slitastjóra.

Í minnisblaði til kröfuhafa sem slitastjóri vann um skýrsluna sem mennirnir unnu og Morgunblaðið hefur undir höndum segir: „Í grófum dráttum eru niðurstöður skýrslunnar þær að líklegt sé að Milestone ehf. hafi fjármagnað afborganir og uppgreiðslu lána með ólögmætum hætti frá 30. nóvember 2007.“

Í samtali við verjanda Karls Wernerssonar kom fram að þegar lögmenn hefðu séð skýrsluna hefðu þeir áttað sig á tengslum skýrsluhöfunda við embætti sérstaks saksóknara og að þeir hefðu gert athugasemdir við hana eftir að þeir áttuðu sig á innihaldi hennar.

Kostnaður við slit þrotabús Milesteone er kominn á þriðja hundrað milljóna króna, þar af er kostnaður við slitastjóra 76 milljónir.

Merki Milestone.
Merki Milestone.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert