Fyrstur karla til að lesa stigin

Matthías Matthíasson, söngvari.
Matthías Matthíasson, söngvari. mbl.is/Árni Sæberg

Atkvæðagreiðslunni í Evróvisjón er nú lokið og stigagjöfin er nú hafin. Það er Matthías Matthíasson söngvari sem mun mun lesa stigin frá Íslandi en þetta er í fyrsta sinn sem karlmaður gerir það fyrir hönd Íslendinga.

„Ég hef mestar áhyggjur af því hvað ég er rólegur yfir þessu, en þetta leggst mjög vel í mig og ég hlakka gríðarlega til að gera þetta,“ sagði Matthías, sem er betur þekktur sem Matti Matt, í samtali við Mónitor á dögunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert