Hrapaði ofan í gil

Slysið varð skammt frá Seljalandsfossi.
Slysið varð skammt frá Seljalandsfossi. mbl.is/Brynjar Gauti

Bresk kona stórslasaðist þegar hún hrapaði ofan í gil stutt frá tjaldstæðinu við Hamragarða, skammt innan við Seljalandsfoss við Þórsmerkurveg.

Slysið varð um kl. 16 í dag. Hópur erlendra ferðamanna var þar á göngu þegar konan féll niður í gilið og hrapaði 5-6 metra. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli er konan mikið slösuð. Hún er talin beinbrotin á báðum fótum og með fleiri áverka.

Auðvelt var að komast að konunni, en hún var flutt með sjúkrabíl að Þjórsá þar sem björgunarþyrla sótti hana og flutti hana á slysadeild Landspítalans í Fossvogi.

Konan er um fimmtugt. Ekki er ljóst hvers vegna hún hrapaði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert