Hugarheimur ungs fólks kannaður

Hugarheimur ungs fólks á aldrinum 18-22 ára er til umfjöllunar á sýningunni Lög unga fólksins sem verið er að setja upp í Smiðshúsi á Árbæjarsafni. Sýningin byggist á viðtölum við 18 manns á aldrinum á milli unglings- og fullorðinsára þar sem rætt er um framtíðina, tilhugalíf, fjölskyldu o.fl.

Hægt er að hlusta á viðtölin, sjá muni og myndir úr eigu viðmælendanna ásamt því að myndband var unnið upp úr efninu.

Það eru nemar í hagnýtri menningarmiðlun við HÍ sem setja sýninguna upp en hún verður opnuð á morgun og stendur fram á haust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert