Ellilífeyrisaldur sennilega upp í 70 ár

Pétur Blöndal
Pétur Blöndal mbl.is/Kristinn

Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, telur að sennilega þurfi að hækka ellilífeyrisaldur hér á landi upp í 70 ár, eða jafnvel enn hærra. Hann segir vandséð hvernig lífeyrissjóðir geti náð 3,5% raunávöxtun til langframa.

Pétur brást við fréttum af hækkandi eftirlaunaaldri í Póllandi á samskiptavefnum Facebook, þar sem hann segir að vandinn sé ekki aðeins pólskur heldur eigi við um alla Evrópu. „Lífeyriskerfið okkar varð fyrir áfalli við hrunið. Þá er vandséð hvernig lífeyrissjóðirnir geti náð þeirra 3,5% raunávöxtun til langframa , sem er vaxtaviðmið og undirstaða sambands 12% iðgjalds og lífeyrisréttarmiðað við kyrrstöðuna og gjaldeyrishöftin sem við búum við.“

Hann segir að sennilega þurfi því að hækka ellilífeyrisaldur hér á landi. „Fólk er líka miklu sprækara núna en áður fyrr og ætti að fá að vinna lengur, þeir sem það vilja.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert