„Stöð 2 læst stöð“

Skjáskot af visir.is

Spennuþrungnar kappræður á milli frambjóðenda til embættis forseta Íslands fara nú fram í Hörpu og eru sýndar í beinni sjónvarpsútsendingu á Stöð 2. Kappræðurnar hófust á því að lesin var upp sameiginleg yfirlýsing þriggja frambjóðenda, þeirra Ara Trausta Guðmundssonar, Andreu Jóhönnu Ólafsdóttur og Hannesar Bjarnasonar.

Frambjóðendurnir mótmæltu fyrirkomulagi útsendingarinnar harðlega og gengu úr sal. Það er þó ekki eina óvænta uppákoman sem áhorfendur heima í stofu hafa orðið varir við því um klukkan átta í kvöld læstist sjónvarpsútsendingin.

Þeir sem ekki eru áskrifendur að Stöð 2 og horfðu á útsendinguna í gegnum Sjónvarp Símans gátu fram að þessu séð hana ólæsta. En um átta leytið, á sama tíma og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, svaraði spurningu úr sal, læstist dagskráin.

Í stað kappræðna birtist fólki, sem ekki eru áskrifendur að Stöð 2, svartur skjár og skilaboðin: „Stöð 2 læst stöð.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert