Ekki orðið vör við forréttindi þingmanna

Lilja Mósesdóttir, alþingismaður.
Lilja Mósesdóttir, alþingismaður. mbl.is/Sigurgeir S.

Lilja Mósesdóttir, alþingismaður og formaður Samstöðu, segist ekki kannast við það að þingmenn njóti einhverra forréttinda. Þvert á móti njóti þeir jafnvel lakari kjara en gerist á almennum vinnumarkaði og verri starfsskilyrða. Fyrir vikið sé hún ekki hissa á að margir sem eigi erindi inn á Alþingi hafi ekki áhuga á að gefa kost á sér í þingmennsku. Þetta kemur fram á Facebook-síðu hennar í dag.

„Maður heyrir oft talað um forréttindi þingmanna. Ég hef ekki orðið vör við þau. Engin mörk eru á lengd þingfunda og eru þeir oft haldnir langt fram á nætur dag eftir dag. Þingmenn ávinna sér ekki heldur rétt til orlofs. Launafólk ávinnur sér á hverju ári 24 orlofsdaga. Hægt er að halda þingfundi í allt sumar án þess að þingmenn geti tekið út orlof. Er nokkur hissa á því að margir sem erindi eiga inn á þing vilja alls ekki gefa kost á sér?“ segir Lilja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert