Ákvæði um skötusel fellur niður

Skötuselur
Skötuselur mbl.is

Bráðabirgðaákvæði um heimild sjávarútvegsráðherra til að taka frá allt að 2000 lestir af skötusel á ári og leigja út falla niður, nái breytingar á lögum um stjórn fiskveiða sem þingið fjallar nú um fram að ganga.

Skötuselsákvæðin settu allt á annan endann í samskiptum ríkisstjórnar og Samtaka atvinnulífsins á árinu 2010 og urðu meðal annars til þess að SA sögðu sig frá stöðugleikasáttmála sem gerður hafði verið við ríkið.

Jón Bjarnason, þáverandi sjávarútvegsráðherra, beitti sér fyrir skötuselsákvæðinu. Rökin voru meðal annars þau að fiskurinn veiddist meira fyrir vestan land en áður. Í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að trúnaðarbrestur varð í samskiptum hans og forystu Landssambands íslenskra útvegsmenna vegna þessa máls.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert