Mikið að gera hjá iðnaðarmönnum

Iðnaðarmenn munu mest sinna viðhaldsvinnu í sumar.
Iðnaðarmenn munu mest sinna viðhaldsvinnu í sumar. mbl.is/Styrmir Kári

Atvinnuástand hjá iðnaðarmönnum hefur skánað allverulega í sumar, og mun sumarið „sleppa fyrir horn“ að sögn Finnbjörns A. Hermannssonar, formanns Samiðnar.

„Það sem við höfum áhyggjur af er að það byggist allt upp á skammtímaverkefnum, þannig að við sjáum ekki að núverandi ástand endist nema fram á haustið.“

Finnbjörn segir ekki mikið um langtímaverkefni fyrir iðnaðarmenn, og því muni ástandið líklega fara í svipað horf og verið hefur í haust. Þau verkefni sem eru í boði í sumar eru mestmegnis viðhaldsverkefni.

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, segir að staðan hjá rafiðnaðarmönnum sé þokkaleg í sumar, og að verkefni liggi fyrir hjá mörgum út þetta ár og eitthvað fram á það næsta. Mesta áhyggjuefni rafiðnaðarmanna sé, þrátt fyrir þetta, viðvarandi atvinnuleysi í greininni, en um 120 félagsmenn sambandsins eru nú á atvinnuleysisskrá. Einhverjir þeirra hafi leitað út fyrir landssteinana í atvinnuskyni. Þá sé framboð af verkefnum ekki nægilega mikið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert