Þverganga Venusar var í nótt

Þverganga Venusar 5. - 6. júní 2012.
Þverganga Venusar 5. - 6. júní 2012. Ólafur Valsson

Fjöldi manna um víða veröld fylgdist með þvergöngu Venusar í gærkvöldi og í nótt. Áhugamenn um stjörnufræði fjölmenntu í Öskjuhlíð til að fylgjast með þessum sjaldgæfa viðburði sem næst mun bera fyrir augu eftir 235 ár. Þvergangan hófst klukkan 22:04 og lauk 4:54.

Með þvergöngunni er átt við að Venus snertir skífu sólar og þekur um 3% hennar. Með þessu dregur úr sólarbirtunni um 0,1%.

Samkvæmt upplýsingum á Stjörnufræðivefnum sást þvergangan í heild frá vestanverðu Kyrrahafi og austurhluta Asíu og Ástralíu. Íbúar í Norður- og Mið-Ameríku og norðanverðri Suður-Ameríku sáu upphaf þvergöngunnar 5. júní en sólin settist áður en henni lauk.

Íbúar í Evrópu, Vestur- og Mið-Asíu, Austur-Afríku og Vestur-Ástralíu sáu lok þvergöngunnar þegar sólin reis yfir þessi svæði. Íbúar á norðurhveli ofan 67. breiddargráðu sáu þvergönguna burtséð frá lengdargráðu.

Síðast var þverganga Venusar árið 2004 og næst verður hún árið 2247. 

Þverganga Venusar 5. - 6. júní 2012.
Þverganga Venusar 5. - 6. júní 2012. Snorri Hafsteinsson
Þverganga Venusar 5. - 6. júní 2012
Þverganga Venusar 5. - 6. júní 2012 Hlynur Ingi Samúelsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert