Segja meirihlutann brjóta innkaupa- og siðareglur

Konukot.
Konukot. mbl.is/Ásdís

Innkaupastofnun og borgarlögmaður hafa staðfest að innkaupareglur borgarinnar voru brotnar þegar samið var við Samhjálp um rekstur gistiskýlisins fyrir karla að Þingholtsstræti 25. Ljóst er að um er að ræða meðvitað brot þar sem sviðið hafði skömmu áður samið við Rauðakross Íslands um rekstur gistiskýlis fyrir konur og þá fylgt innkaupareglum í hvívetna. Þetta kemur fram í bókun fulltrúa VG og Sjálfstæðisflokks sem lögð var fram á fundi í velferðarráði í gær.

Að mati velferðarráðsfulltrúa VG og Sjálfstæðisflokks er brotið alvarlegt þar sem ekki var auglýst eftir áhugasömum eins og vera ber. Full ástæða er til að ætla að áhugasamir hefðu gefið sig fram eins og raunin var þegar síðast var auglýst vegna rekstur gistiskýlis fyrir karla og SÁÁ gaf kost á samvinnu.

„Það er nöturlegt að fylgjast með því hvernig meirihluti Besta flokks og Samfylkingar leyfir sér að brjóta innkaupa- og siðareglur, þær tvær samþykktir borgarinnar sem helst eiga að verja íbúana gegn spillingu í stjórnsýslunni,“ segir í bókuninni.

 Þetta hafi verið gert í kjölfar bókunar innkauparáðs sem lá fyrir fundinum en hún er samhljóða áliti borgarlögmanns sem lagt var fram á fundi borgarráðs 22. mars sl. sem svar við fyrirspurn borgarfulltrúa Vinstri grænna um málið.

 Bókun innkauparáðs er svohljóðandi: „Ljóst er að innkaupareglum Reykjavíkurborgar var ekki fylgt við gerð samnings um rekstur gistiskýlisins í Þingholtsstræti. Innkauparáð telur það ámælisvert. Eins og máli þessu er háttað, telur Innkauparáð þó ekki ástæðu til íhlutunar. Innkauparáð leggur áherslu á að innkaupareglum Reykjavíkurborgar sé fylgt í hvívetna.“

 Að mati fulltrúa Vinstri grænna og Sjálfstæðislokks er það óyggjandi að innkaupareglur borgarinnar hafi verið brotnar þegar samið var við Samhjálp um 21% hækkun vegna reksturs Gistiskýlisins fyrir árið 2012. Í innkaupareglum segir að heimilt sé að veita undanþágu frá útboðsskyldu en í 13 gr. reglnanna segir þó að „skylt er að afla samþykkis innkauparáðs um fyrirhuguð innkaup á þjónustu birta skal auglýsingu á vefsvæði Reykjavíkurborgar um verkefnið og auglýsa eftir áhugasömum aðilum til að taka það að sér. Leita skal umsagnar innkaupaskrifstofu um auglýsinguna áður en hún er birt.“

 Fulltrúar VG og Sjálfstæðisflokks segja velferðarsvið hvorki hafa leitað samþykkis innkauparáðs né auglýsti eftir áhugasömum þrátt fyrir að hafa skömmu áður farið nákvæmlega eftir umræddum verkferlum í tilfelli Konukots, fengið heimild innkauparáðs og auglýst eftir áhugasömum.

 „Á þeim fundi reyndi meirihlutinn að varpa sökinni á starfshóp um utangarðsfólk sem Heiða Helgudóttir leiddi en það stóðst ekki nánari skoðun. Hópurinn átti að fara yfir þjónustu við utangarðsfólk og að sjálfsögðu tilheyra bæði neyðarskýli borgarinnar, Gistiskýlið og Konukot, þeim málaflokki. Meirihlutinn bar því einnig við að réttlætanlegt hafi verið að brjóta innkaupareglur borgarinnar vegna þess að samningurinn við Samhjálp gilti í stuttan tíma. Samningurinn vegna Gistiskýlisins er í 11 mánuði en samningurinn vegna Konukots er í 12 mánuði. Þessi litli munur réttlætir ekki það að farið sé á svig við svo mikilvægar reglur,“ segir í bókuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Keyrði á stelpu og lét sig hverfa

15:06 „Frekar mikið sjokkerandi að fá símtal frá barninu sínu að það hafi verið keyrt á það á meðan það gekk yfir gangbraut, sérstaklega þegar mamma og pabbi eru langt í burtu.“ Þannig hefjast skrif Ingibjargar Elínar Halldórsdóttur á Facebook en í gær var keyrt á dóttur hennar þar sem hún var að ganga yfir gangbraut. Meira »

Fjölmiðlaskýrsla væntanleg fyrir áramót

14:40 Stefnt er á að skila skýrslu með tillögum um bætt rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla fyrir áramót. Að sögn Björgvins Guðmundssonar, formanns fimm manna nefndar sem annast skýrslugerðina, liggja tillögur nefndarinnar fyrir en ekki er búið að ganga frá skýrslunni. Meira »

Tveir skjálftar upp á 3,9 stig

14:07 Tveir jarðskjálftar urðu norðaustur af Bárðarbungu í Vatnajökli nú rétt fyrir klukkan tvö eftir hádegi. Mældust þeir báðir 3,9 stig. Meira »

„Ótrúlegur spuni“ í kringum kaupin

13:32 Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir kaup Orkuveitunnar á höfuðstöðvum sínum mjög furðuleg og kostnaðarsöm fyrir fyrirtækið og þar af leiðandi eigendur hennar, almenning í Reykjavík og öðrum eigendasveitarfélögum. Meira »

Styttist óðum í desemberuppbótina

13:09 Nú styttist í að desemberuppbót fyrir árið 2017 verði greidd út. Í öllum kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins er full desemberuppbót 86.000 kr. og skal vinnuveitandi greiða uppbótina eigi síðar en 15. desember. Meira »

Reiðubúnir að rýma þurfi þess

12:40 Neyðarrýmingaráætlun vegna Öræfajökulssvæðisins, sem hægt verður að grípa til ef á þarf að halda, er tilbúin en eftir er að kynna það fyrir viðbragðsaðilum. Þetta staðfestir Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá almannavörnum, í samtali við mbl.is. Meira »

Búið að loka Víkurskarði vegna veðurs

12:20 Vegagerðin hefur lokað veginum um Víkurskarð vegna stórhríðar, en áður hafði verið tilkynnt að vegum um Mývatns- og Möðrudalsöræfi væri lokað af sömu ástæðum. Þá var Siglufjarðarvegi og veginum um Súðavíkurhlíð einnig lokað í morgun vegna snjóflóðahættu. Meira »

Deilan send til sáttasemjara á ný

12:26 Dómur Félagsdóms frá því í gær, um að verkfallsboðun Flugfreyjufélags Íslands á hendur lettneska flugfélaginu Primera Air Nordic hafi verið ólögmæt, felur aðeins í sér tímabundna töf á vinnudeilunni. Meira »

Kjörin stjórnarformaður Pírata í Evrópu

11:40 Oktavía Hrund Jónsdóttir var kjörin stjórnarformaður Pírata í Evrópu á fundi sem haldinn var í Prag um helgina.  Meira »

Á sjúkrahús eftir hálkuslys við Geysi

11:25 Tveir erlendir ferðamenn voru fluttir á sjúkrahús eftir að hafa dottið í hálku við Geysi í Haukadal í gær. Valdimar Kristjánsson, yfirlandvörður á svæðinu, segir að sem betur fer sé það ekki daglegt brauð að sjúkrabílar komi og nái í slasaða ferðamenn. Meira »

76 verkefni valin í íbúakosningum

11:14 Nú hefur verið kosið í verkefninu Hverfið mitt í Reykjavíkurborg. Kosið var um framkvæmdir í hverfum borgarinnar og alls voru 450 milljónir til ráðstöfunar og fara þessar 450 milljónir í 76 verkefni á næsta ári. Meira »

Fylgjast áfram náið með svæðinu

10:35 Staðan er meira eða minna óbreytt við Öræfajökul frá því í gær samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands miðað við þau gögn sem liggja fyrir. Þannig voru engir jarðskjálftar í nótt á svæðinu. Þetta segir Bjarki Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni. Meira »

Fleiri vegir orðnir ófærir

10:34 Vegir eru lokaðir víða um land vegna ófærðar og snjóflóða. Búið er að opna veginn um Holtavörðuheiði.  Meira »

Þrír klukkutímar í engu skyggni

09:22 Björgunarsveitin Húni var um þrjá klukkutíma að komast frá Hvammstanga upp á Holtavörðuheiði til að aðstoða fólk sem hafði fest bíla sína í ófærðinni. „Þetta var mjög seinfarið,” segir Gunnar Örn Jakobsson, formaður Björgunarsveitarinnar Húna. Meira »

Telur Ara fróða höfundinn

08:18 „Ég hugsa að þetta verði kannski viðurkennt einhvern tímann en það verður sennilega eftir minn dag,“ segir Páll Bergþórsson veðurfræðingur. Meira »

Stíf fundahöld í allan dag

10:23 Formenn flokkanna þriggja sem eru í stjórnarmyndunarviðræðum munu halda áfram fundahöldum sínum í dag en formennirnir eru ekki á fundi sem stendur. Meira »

Skildu sjö flutningabíla eftir

08:35 Aðgerðum björgunarsveita vegna ófærðar á Holtavörðuheiði er lokið. Fimm bílar voru sendir frá björgunarsveitunum Oki, Brák og frá Akranesi með um tíu björgunarsveitarmönnum. Sjö flutningabílar voru skildir eftir á heiðinni en nokkrir fólksbílar losaðir. Meira »

Áfram vont veður víða

07:59 Veðrið á Holtavörðuheiði og þar í grennd mun ekki ganga niður fyrr en eftir um 1-2 tíma, sagði Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur Veðurstofunnar, í samtali við mbl.is rétt fyrir klukkan 8 í morgun. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Nýkomið fullt af spennandi vöru
NÝKOMIÐ - fullt af spennandi vöru MATILDA - F-J skálar á kr. 7.990,- CATE - DD-J...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...