Hvínandi stemning hjá Costello

Castello spilaði alla sína helstu slagara af innlifun í Hörpu
Castello spilaði alla sína helstu slagara af innlifun í Hörpu Sigurgeir Sigurðsson

Elvis Costello spilaði í kvöld fyrir nær fullum Eldborgarsal Hörpu, en breski silkipopparinn kom hingað til lands á föstudag. Að sögn viðstaddra var gríðarleg stemning á tónleikunum, og ætlaði þakið hreinlega að rifna af húsinu yfir þekktustu slögurum söngvarans.

Þetta er ekki fyrsta Íslandsheimsókn Costellos en hann kom hingað árið 2003 með þáverandi unnustu sinni og núverandi eiginkonu, Diönu Krall. Íslandstónleikarnir áttu upprunalega að vera 21. nóvember á síðasta ári en þeim var frestað vegna veikinda föður Costellos.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert