Bændur langþreyttir á þurrki sem kemur niður á grassprettu

Það styttist í slátt.
Það styttist í slátt. mbl.is/RAX

„Það gekk mjög á birgðir í vetur og bændum veitir ekkert af því að fá gott heyskaparár. Ef það verður viðvarandi þurrkur áfram fara þeir að hafa áhyggjur af því að ná ekki upp þeim forða sem þeir þurfa að byggja upp aftur.“

Þetta segir Eiríkur Loftsson, jarðræktarráðunautur hjá Búnaðarsambandi Skagfirðinga, í umfjöllun um sprettuna í Morgunblaðinu í dag.

Mikil þurrkatíð hefur verið á landinu undanfarnar vikur og ekki útlit fyrir að það fari að rigna að neinu ráði fyrr en seint í næstu viku. Eiríkur segir að jarðvegurinn sé orðinn ansi þurr og þurrkurinn farinn að tefja sprettu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert