Strandabyggð leitar að sveitarstjóra

Frá Hólmavík.
Frá Hólmavík. bb.is

Starf sveitarstjóra Strandabyggðar er laust til umsóknar, en Ingibjörg Valgeirsdóttir sagði stöðu sinni lausri fyrr á þessu ári. Í Strandabyggð búa rúmlega 500 íbúar, en Hólmavík er þéttbýlasti kjarni sveitarfélagsins. Atvinnulíf á svæðinu er fjölbreytt, skólastarf öflug, grunnskóli, leikskóli og tónskóli. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta.

Hlutverk sveitarstjóra er að sjá um daglegan rekstur sveitarfélagsins og bera ábyrgð á framkvæmd ákvarðana sveitarstjórnar. Hann á að hafa yfirumsjón með skipulagi og virkni stjórnsýslu sveitarfélagsins og starfsmannamálum, ásamt því að vinna náið með sveitarstjórn og vinna að undirbúningi og upplýsingagjöf á fundum sveitarstjórnar.

Sveitarstjóri annast upplýsingamiðlun og samskipti við samstarfsaðila, stofnanir, samtök, fyrirtæki og íbúa. Hann gætir hagsmuna sveitarfélagsins út á við og er talsmaður sveitarstjórnar og vinnur að framfaramálum. Einnig vinnur hann að stefnumótun framtíðarsýnar í ólíkum málaflokkun.

Umsækjendur hafa frest til 12. júní til að sækja um starfið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert