Brutust inn í bíl og stálu gítar

Lögreglan handtók ökumann á Heiðmerkurvegi grunaðan um akstur undir áhrifum …
Lögreglan handtók ökumann á Heiðmerkurvegi grunaðan um akstur undir áhrifum fíknefna í nótt. Við leit fannst lítiræði af fíkniefnum í bifreiðinni. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Gærkvöldið og nóttin voru nokkuð annasamar hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins.

Ökumaður var gripinn við að tala í farsíma við akstur án handfrjáls búnaðar í Álfheimum í gærkvöld. Við skýrslutöku á vettvangi gaf maðurinn upp rangt nafn og var færður á lögreglustöð þar sem nafn hans var kannað og kom þá í ljós hans rétta nafn. Ökumaðurinn hefur verið sviptur réttindum.

Brotist var inn í bifreið við Stórholt á tólfta tímanum í gærkvöldi, rúða brotin og kassagítar að verðmæti 850 þúsund krónur stolið. Um tvöleytið í nótt var svo tilkynnt um góðkunningja lögreglunnar með kassagítar og fleira. Við leit kom í ljós að um stolna gítarinn var að ræða og kom lögregla honum aftur í hendur eiganda.

Bifreið var stöðvuð við Heiðmerkurveg rétt fyrir klukkan eitt í nótt. Ökumaður var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá fannst lítilræði af fíkniefnum í bifreiðinni og hjá farþega í bifreiðinni.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert