Óli Björn Kárason: Óréttlæti sem verður að leiðrétta

Óli Björn Kárason.
Óli Björn Kárason.

„Eitt mikilvægasta hlutverk nýrrar ríkisstjórnar er að leiðrétta mismunun í lífeyrisréttindum landsmanna en um leið afnema eignaupptökuskattinn sem kallaður er auðlegðarskattur í lagagreinum,“ segir Óli Björn Kárason í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar segir hann að vegna mismununar í lífeyrisréttindum sé ungu fólki beint frá einkaframtakinu og yfir til hins opinbera.
Óli Björn býr dæmisögu af tveimur jafnaldra mönnum, rafvirkja og stjórnmálamanni, sem báðir hafa sýnt fyrirhyggju í fjármálum. Hann ber saman eignir þeirra, skatta og lífeyrisréttindi. Rafvirkinn greiðir bæði auðlegðar- og fjármagnstekjuskatt og lífeyrisréttindi hans hafa rýrnað verulega. Stjórnmálamaðurinn greiðir ekki auðlegðarskatt en hans helsta eign er um 200 milljóna króna lífeyrisréttindi, sem eru undanþegin auðlegðarskatti.
Óli Björn segir að nauðsynlegt sé að koma hjólum atvinnulífsins af stað, örva fjárfestingu og blása almenningi bjartsýni í brjóst og ekki síst leiðrétta ranglæti sem viðgangist í samfélaginu.
Grein Óla Björns er á blaðsíðu 19 í Morgunblaðinu í dag, en áskrifendur geta einnig lesið hana hér.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert