Krefjast þess að staðið verði við loforð

Frá Austurvelli 7. júní.
Frá Austurvelli 7. júní. mbl.is/Júlíus

Tæplega tvö hundruð manns hafa boðað komu sína á Austurvöll kl. 17 í dag til að krefjast þess að stjórnvöld standi við gefin loforð um nauðsynlegar og réttlátar breytingar á kvótakerfinu. Um er að ræða sama hóp og mætti á samstöðufund sem útvegsmannafélögin og starfsfólk í sjávarútvegi efndu til 7. júní.

Boðað er til mótmælanna á samskiptavefnum Facebook og segir það að kröfur hópsins séu þær sömu og síðast:

  • Innköllun aflaheimilda eins og ríkistjórnin lofaði og úthlutun á frjálsum markaði
  • Kvótaþegar greiði aukið en réttlátt veiðigjald til samfélagsins
  • Allan fisk á markað
  • Aðskilnaður veiða og vinnslu
  • Þjóðaratkvæðagreiðsla um frumvörpin, kjósum um kvótann
  • Frjálsara og heilbrigðara strandveiðikerfi
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert