Hefja byggingu á skóla í Mosfellsbæ

Menntamálaráðherra tók í dag fyrstu skóflustunga vegna nýbyggingar Framhaldsskólans í …
Menntamálaráðherra tók í dag fyrstu skóflustunga vegna nýbyggingar Framhaldsskólans í Mosfellsbæ.

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar tóku í dag fyrstu skóflustunga vegna nýbyggingar Framhaldsskólans í Mosfellsbæ.  Skólinn verður staðsettur í miðbæ Mosfellsbæjar.

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ var formlega stofnaður 19. febrúar 2008 með undirritun samkomulags milli að í fyrsta áfanga verði gert ráð fyrir allt að 4.000 m2 byggingu er rúmi 4-500 bóknámsnemendur.

Við hönnun hússins var lögð áhersla á sveigjanleika og möguleika til nýbreytni og  gert ráð fyrir möguleikum til verulegrar stækkunar í framtíðinni. Við hönnun skólans var tekið mið af þeirri hugmyndafræði að nemendur verði virkir þátttakendur í eigin námi og öðlist þannig sjálfstæði og frumkvæði.  Hönnunin tók  mið af þessum kennsluháttum með skilgreiningu á svokölluðum klasa rýmum sem samanstanda af lokuðum rýmum fyrir 20-30 nemendur, lokuðum rýmum fyrir minni hópa og opin rými bæði fyrir minni og stærri hópa og verður nýbygging skólans 4.000 fermetrar á lóð sem er um 12.000 fermetrar að stærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert