Kallar á endurskoðun rammaáætlunar

Guðmundur Hörður Guðmundsson
Guðmundur Hörður Guðmundsson

Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar, segir að nýjar upplýsingar um losun brennisteinsvetnis frá jarðgufuvirkjunum kalli á að endurskoðun á rammaáætlun um nýtingu og verndun virkjunarkosta.

„Þær upplýsingar sem komu fram á ársfundi Orkuveitu Reykjavíkur í gær setja vinnu við rammaáætlun í uppnám. Forsvarsmenn fyrirtækisins viðurkenndu að of hratt hafi verið gengið í uppbyggingu jarðvarmavirkjana á undanförnum árum og að afleiðingarnar séu illviðráðanlegar, t.d. brennisteinsvetnismengun í byggð og förgun affallsvatns. Í þessu ljósi vekja tillögur um rammaáætlun ugg.

Miðað við þetta er ljóst að rammaáætlun hefur afvegaleitt okkur í umræðunni um virkjanamál. Tillögur hennar um gjörnýtingu jarðvarma byggja á þeirri forsendu að jarðvarmavirkjanir séu umhverfisvænar. Sú skoðun var viðtekin þegar vinna við rammaáætlun hófst fyrir nokkrum árum, en nú vita menn betur og við því þarf að bregðast með því að endurskoða tillögurnar,“ segir Guðmundur á vef sínum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert