Geirfugladrangur telst enn flæðisker

Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur.
Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur. mbl.is/Golli

Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur utanríkisráðuneytisins, segir Geirfugladrang uppfylla skilyrði um flæðisker samkvæmt hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna.

Í Morgunblaðinu í gær kom fram, að vegna þess að drangurinn er nær horfinn í sæ séu efasemdir um að hægt sé að nota hann sem grunnlínupunkt til þess að afmarka hafsvæði Íslands við Reykjaneshrygg, þ.e. landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn.

„Ég tel það hafið yfir allan vafa að Geirfugladrangur teljist enn flæðisker í merkingu hafréttarsamningsins og gildur grunnlínupunktur þótt vissulega hafi drangurinn látið nokkuð undan í tímans rás. Er þetta m.a. byggt á upplýsingum frá reyndustu skipherrum Landhelgisgæslunnar sem sigla reglulega framhjá dranginum á varðskipum Gæslunnar,“ segir Tómas meðal annars í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert