Hanna hundruð íbúða í Noregi

Teiknistofan T.ark hefur hannað hótel í bænum Fosnavågen norður af …
Teiknistofan T.ark hefur hannað hótel í bænum Fosnavågen norður af Bergen í samvinnu við norsku arkitektastofuna SE-arkitektur. mbl.is/Teiknistofan T. ark

„Þetta byrjaði þannig að Íslendingur sem á arkitektastofuna SE-arkitektur í Bergen, Valdimar Sæberg, hafði samband við okkur í byrjun síðasta árs og athugaði hvort við gætum lagt honum lið. Samstarfið hófst í kjölfarið með því að aðstoða við að ljúka við hönnun á um 200 íbúða fjölbýlishúsahverfi í Bergen.“

Þetta segir Ivon Stefán Cilia, framkvæmdastjóri teiknistofunnar T.ark, í Morgunblaðinu í dag um umsvif stofunnar í Noregi. „Við unnum jafnframt hönnunarsamkeppni með norsku stofunni um hönnun tæplega 70 íbúða í Tinnatunet-hverfinu í Bergen.

Allt í allt höfum við líklega komið að hönnun rúmlega 400 íbúða í Noregi á síðasta ári og eru þær allar í fjölbýlishúsum. Þá höfum við unnið með sömu stofu að hönnun 60 herbergja hótels í Fosnavågen norður af Bergen.

Rúmlega 20% veltunnar hjá okkur í fyrra má rekja til verkefna í Noregi. Þetta hefur reynst ágæt lyftistöng. Það er mjög mikið byggt í Vestur-Noregi og það er ekki útlit fyrir að það fari að minnka. Ég kom frá Ósló á fimmtudag og sá þá byggingarkrana um alla borg,“ segir Ivon Stefán.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert