IPA-styrkir samþykktir

Reuters

Rammasamningur ríkisstjórnarinnar við Evrópusambandið um svonefnda IPA-styrki, sem ætlað er að aðstoða við undirbúning fyrir aðild að sambandinu, var samþykktur á Alþingi í kvöld með 30 atkvæðum gegn 18. Fjórir þingmenn greiddu ekki atkvæði en aðrir voru fjarverandi.

Afgreiðsla málsins var hluti af samkomulagi um þinglok sem náðist fyrr í dag.

Rammasamningurinn var samþykktur af þingmönnum Samfylkingarinnar og  Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs sem viðstaddir voru að undanskildum Jóni Bjarnasyni, þingmanni VG, sem greiddi atkvæði gegn honum og Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra, sem sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Þá samþykku þingmenn Hreyfingarinnar samninginn.

Þingmenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins greiddu á hinn bóginn atkvæði gegn rammasamningnum að undanskilinni Eygló Harðardóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, sem studdi samningana.

Nánar um atkvæðagreiðsluna

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert