Stjórnmálaflokkarnir verði að vanda valið

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins.
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. mbl.is/Ragnar Axelsson

„Það segir nokkra sögu um afstöðu fólks í landinu til Alþingis nú um stundir hve fegið fólk er að þingið hafi verið sent heim. Argaþrasið í þinginu undanfarnar vikur hefur farið í taugarnar á fólki enda ljóst, að um innantómt orðaskak hefur verið að ræða,“ segir Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, á vefsíðunni Evrópuvaktinni í dag.

Hann segir það varasamt fyrir lýðræðið og þingræðið þegar almenningur andi léttar þegar þjóðþingið er hætt störfum. Stjórnmálaflokkarnir hér á landi verði að taka þessa afstöðu landsmanna til löggjafarsamkundunnar alvarlega.

„Eitt af því, sem þeir geta gert er að vanda sig sérstaklega við uppstillingu á framboðslistum fyrir næstu þingkosningar. Þeir verða hver og einn að fara rækilega yfir þá verkferla, sem eru í gangi við val frambjóðenda, íhuga og ræða hvort eitthvað má betur fara. Að loknum næstu þingkosningum verður þingið að vera betur skipað en það sem nú sér fyrir endann á,“ segir Styrmir.

Pistill Styrmis Gunnarssonar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert