Efnaðir og sækja til Íslands

Spá því að hingað komi 12 þúsund kínverskir ferðamenn á …
Spá því að hingað komi 12 þúsund kínverskir ferðamenn á ári AFP

Ef fram heldur sem horfir munu 15.000 kínverskir ferðamenn koma til landsins á næsta ári eða um þrefalt fleiri en á árinu 2010. Ársæll Harðarson, svæðisstjóri Icelandair í Asíu, spáir þessu en hann áætlar að hingað komi 12.000 kínverskir ferðamenn í ár.

Fram kemur í nýrri áætlun Arion banka að erlendir ferðamenn eyði nú sem svarar um 152.000 krónum í ferðalög hér á landi. Sé sú tala margfölduð með 12.000 má ætla að kínverskir ferðamenn verji um 1,8 milljörðum kr. í ferðir til Íslands í ár.

Nóbelsdeilan hefur áhrif hér

Ársæll telur að hlutur Kínverja í ferðaþjónustu á Íslandi eigi eftir að vaxa hraðar en flestra annarra þjóða. Bakslag hafi komið í bókanir í sumarbyrjun og rekur hann það til mótmæla Kínastjórnar gegn þeirri ákvörðun norsku nóbelsnefndarinnar að veita kínverska andófsmanninum Liu Xiaobo friðarverðlaun Nóbels í hittiðfyrra. En Kínastjórn meinaði Liu að taka við þeim.

Ársæll telur að bakslagið sé tímabundið og að Kínverjar muni halda áfram að sækja til Norðurlanda en sneiða hjá Noregi vegna málsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert