Gagnrýnir skýrslu harðlega

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Birkir Jón Jónsson eru formaður og …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Birkir Jón Jónsson eru formaður og varaformaður Framsóknarflokksins mbl.is/Árni Sæberg

Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir vinnubrögð Ríkisendurskoðunar í nýrri skýrslu um fyrirgreiðslu ríkisins við fjármálafyrirtæki og stofnanir í kjölfar bankahruns. Skýrslan var unnin að beiðni Birkis Jóns.

„Maður hefði haldið að mörg hundruð milljarða króna útlánum ríkisins hefði mátt gera betri skil en í um 30 blaðsíðna skýrslu sem tók eitt og hálft ár að vinna,“ segir Birkir.

Fram kemur í skýrslunni að heildartap ríkissjóðs og Seðlabanka vegna fjár sem ríkið veitti í viðreisn bankanna nemur um 267,2 milljörðum króna. Í framhaldinu er farið yfir málavexti í aðdraganda og eftirmálum þess þegar ríkissjóður yfirtók og seldi ýmsar fjármálastofnanir.

Þar kemur jafnframt fram að ríkið lagði nýju bönkunum, Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankanum, samtals til 138,2 milljarða króna hlutafé. Að auki veitti ríkið þeim víkjandi lán upp á samtals 57,3 milljarða króna.

Á móti lánunum standa kröfur í þrotabú banka og fjármálafyrirtækja auk ýmissa annarra krafna. Að mati Ríkisendurskoðunar er of snemmt að meta hve mikið af þeim muni að lokum endurheimtast.

Ennfremur er rakin saga sparisjóðanna. Nýlegt eignamat leiddi í ljós að heildarkostnaður ríkisins vegna Sparisjóðsins í Keflavík nemur 25 milljörðum króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert