Gengur á ýmsu í skotprófunum

Hreindýraskyttur og leiðsögumenn þurfa nú að standast skotpróf í fyrsta skipti vegna nýlegra lagabreytinga. Mikil aðsókn hefur verið í prófin og töluvert hefur verið um fall en fyrirkomulag prófsins er umdeilt. MBL Sjónvarp ræddi við prófdómara Skotfélags Reykjavíkur og fékk að fylgjast með prófi.

Á ýmsu hefur gengið að undanförnu en margir sem hafa þreytt prófin hafa ekki verið í æfingu og eitthvað hefur verið um óhöpp þar sem fólk hefur verið með kíkinn of nálægt andlitinu þegar tekið er í gikkinn en það kann ekki góðri lukku að stýra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert