Illugi Gunnarsson: Breyttar forsendur

Illugi Gunnarsson
Illugi Gunnarsson mbl.is

lllugi Gunnarsson skrifar um vanda evrunnar í grein í Morgunblaðinu í dag og telur að hann sé af þeirri stærðargráðu að íslenskum efnahagsmálum geti stafað ógn af. 

Illugi segist hafa verið þerrar skoðunar síðla hausts 2008 að ekki skyldi útiloka þann möguleika að sækja um aðild að ESB ef okkur væri nauðugur einn kostur að skipta um mynt, en þá þyrfti aðildarsamningur að liggja fyrir þannig að þjóðin gæti kosið um málið og að víðtæk pólitísk sátt þyrfti að ríkja um ákvörðunina. „En atburðir undanfarinna missera hafa leitt fram að það var rangt mat hjá mér að umsókn gæti komið til greina að því gefnu að pólitískur stuðningur væri við málið,“ skrifar Illugi. „Annars vegar er töluverð hætta á því að vandi evrunnar verði ekki leystur og myntbandalagið brotni upp. Hitt er síðan að verði vandi evrunnar leystur þá gerist það þannig að almenningur afsalar sér mikilvægu valdi til ESB og sú lausn er of dýru verði keypt fyrir okkur Íslendinga.“

Illugi telur nú að skynsamlegast væri að gera hlé á aðildarviðræðum og sjá hvort evrunni verði bjargað.
Grein Illuga er á blaðsíðu 23 í Morgunblaðinu í dag en áskrifendur geta einnig lesið hana hér.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert