Davíð svarar Guðna

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands mbl.is/Eggert Jóhannesson

Davíð Þór Jónsson, guðfræðingur og fræðslufulltrúi Austurlandsprófastdæmis, segir það rétt Guðna Ágústssonar, fyrrverandi ráðherra, að höfða mál gegn honum. Davíð Þór segir ekki rétt að hann væni Guðna um að hafa starfað með nasistahreyfingunni.

Guðni Ágústsson íhugar nú hvort hann eigi að höfða mál gegn Davíð Þór en Guðna mislíkar mjög ummæli í grein Davíðs Þórs, Að kjósa lygara og rógtungu, sem Davíð Þór birti á heimasíðu sinni daginn fyrir forsetakosningarnar. Guðni ræddi málið við Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands, í gær.

„Það er hans réttur. Ef hann telur að það sé eitthvað í skrifum mínum sem fellur undir meiðyrðalöggjöf, þá getur hann gert það. Í eina skiptið sem hann víkur efnislega að málinu er þegar hann segir að ég væni hann um að hafa starfað í nasistahreyfingunni „Norrænt mannkyn“. Það er ekki rétt. Ég vísa einungis á grein þar sem tveir fyrrum formenn þeirra samtaka halda því fram,“ segir Davíð Þór.

Guðni sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær að hann sætti sig ekki við persónulegar svívirðingar og að hann geri meiri kröfur til manna sem gengið hafi í guðfræðideild og lært siðfræði. Davíð veltir því fyrir sér hvað hann eigi við með því.

„Meiri kröfur um hvað? Að þeir menn tipli á tánum og noti ekki orð eins og „lygar“ og „rógur“? Eru „ósannindi" og „dylgjur“ betri orð? Má starfsfólk kirkjunnar ekki nýta sér tjáningarfrelsið án þess að tala undir rós?,“ segir Davíð Þór, og furðar sig á því hvers vegna Guðni taki ekki fram í hverju svívirðingarnar og níðið er fólgið. 

Að sögn Guðna ræddi hann málið við Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands, í gær um ummæli Davíðs.

„Ég hef ekkert heyrt frá henni ennþá. Ég á samt frekar von á því að hún setji sig í samband við mig og ræði þessi mál við mig. Ég þekki Agnesi af góðu einu og efast ekki um að við getum sest niður og rætt þetta mál,“ segir Davíð Þór.

Frétt Morgunblaðsins í heild:

Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og formaður Framsóknarflokksins, íhugar nú hvort hann eigi að höfða mál gegn Davíð Þór Jónssyni, guðfræðingi og fræðslufulltrúa Austurlandsprófastdæmis. Guðna mislíkar mjög ummæli í grein Davíðs Þórs, Að kjósa lygara og rógtungu, sem Davíð Þór birti á heimasíðu sinni daginn fyrir forsetakosningarnar. Guðni ræddi málið við Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands, í gær.

„Maður gerir meiri kröfur til manna sem hafa gengið í guðfræðideild og lært siðfræði og ætla að boða hið góða orð kirkjunnar en annarra. Það hefur Davíð Þór gert og hann býður sig sjálfsagt síðar fram til prestvígslu. Hann hefur fengið starf hjá kirkjunni við að þjóna börnum og unglingum sem fræðslufulltrúi. Ég geri miklar kröfur til manna í þessari stöðu og sætti mig ekki við svo persónulegar svívirðingar og níð um forseta landsins sem þarna birtust. Svo vænir hann mig um að hafa starfað í nasistahreyfingu. Guð hjálpi mér! Sannarlega hef ég haft skömm á nasistum alla tíð og aldrei gengið þeim á hönd. Ég hef verið í Framsóknarflokknum, þjóðkirkjunni og ungmennafélagshreyfingunni,“ sagði Guðni. Hann kvaðst ekki sætta sig við að vera borinn slíkum sökum og hafa því talað við biskup Íslands.

„Ég sagði við hana að mér þætti þetta vera ófær framkoma hjá hennar þjóni. Ég gerði kröfur til þess sem heiðarlegur maður og kristinn að þessi maður gjaldi fyrir orð sín bæði í minn garð og forsetans.“

Guðni sagðist aðspurður ekki hafa haft samband við Davíð Þór vegna greinarinnar. „Ég hef ekkert við svona menn að tala. Þetta eru slíkar dylgjur og dónaskapur að annaðhvort hefur maðurinn ekki verið allsgáður eða hann stríðir við eitthvað sem gerir hann óhæfan til að takast á við þau verkefni sem hann sinnir.“

Guðni sagðist hafa lært að sætta sig við gagnrýni og átök á hinum pólitíska velli en nú hafi sér verið brugðið. „Auðvitað íhuga ég hvort svona mann eigi ekki að draga fyrir dómstóla landsins. Ég geri þær kröfur að kirkjan taki á þessu vandamáli.“

Davíð Þór Jónsson.
Davíð Þór Jónsson. mbl.is
Guðni Ágústsson
Guðni Ágústsson
mbl.is

Innlent »

Viðgerðir á gluggunum í Skálholti dýrar

08:18 Ráðast þarf í viðamiklar viðgerðir á steindu gluggunum eftir Gerði Helgadóttur sem prýða Skálholtsdómkirkju, að sögn Jóns Sigurðssonar, formanns verndarsjóðs kirkjunnar, sem Skálholtsfélagið hið nýja stofnaði í fyrra. Meira »

Þingmaður í flóttamannabúðum

07:57 Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, er þessa stundina stödd í Grikklandi á vegum SOS Barnaþorpa þar sem hún mun næstu fjórar vikurnar meðal annars sinna sjálfboðastörfum í þágu flóttabarna sem flúið hafa fylgdarlaus til Evrópu. Meira »

Krúttleg lítil bæjarhátíð á Húsavík

07:37 Hlöðuball með Birgittu Haukdal, hrútasýning, garðatónleikar og Mæruhlaup eru meðal þess sem í boði er á Mærudögum á Húsavík sem haldnir verða 27. til 30. júlí. Meira »

Hellisheiði lokuð á leið austur

07:37 Þeir ökumenn sem eiga leið um Suðurlandsveg geta átt von á töfum vegna framkvæmda. Hellisheiði er nú lokuð fyrir umferð á leið austur og þurfa ökumenn að fara Þrengslaveg. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar átti þeim malbikunarframkvæmdum að vera lokið um klukkan fjögur í nótt. Meira »

Eiga að gefa út ákæru í nauðgunarmáli

07:32 Ríkissaksóknari hefur fellt niður ákvörðun héraðssaksóknara um að gefa ekki út ákæru í nauðgunarmáli. Brotið átti sér stað í heimahúsi fyrir þremur árum en var ekki kært til lögreglu fyrr en tveimur árum síðar eða síðasta sumar. Meira »

Skátar skila yfir 2 milljörðum

07:00 „Nú erum við, Bandalag íslenskra skáta, að opna einn umfangsmesta viðburð sem hefur verið haldinn á Íslandi,“ segir Hrönn Pétursdóttir, mótsstjóri World Scout Moot 2017, sem sett verður í Laugardalshöll í dag. Meira »

Varað við hvössum vindhviðum

06:32 Varað er við hvössum vindhviðum undir Eyjafjöllum seint í kvöld. Vindurinn sem verður um 13-18 m/s getur verið varasamur ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Ökumenn sem ferðast með ferðavagna eru beðnir að taka tillit til þess. Meira »

Við stýrið undir áhrifum fíkniefna

06:58 Tveir ökumenn voru stöðvaðir í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og áfengis. Þeir voru báðir látnir lausir eftir blóðtöku. Í bíl annars þeirra sem lögreglan í Kópavogi og Breiðholti stöðvaði fannst einnig lítilræði af ætluðum fíkniefnum. Meira »

Einungis tveir sóttu um stöðuna

05:30 Starf borgarlögmanns var auglýst á dögunum og er umsóknarfrestur runninn út.   Meira »

Þrjú hótel áformuð við hlið Kjörgarðs

05:30 Þrjú hótel eru áformuð við Kjörgarð á Laugavegi 59 í Reykjavík. Íbúðahótelið Reykjavík Residence hyggst opna hótel á Hverfisgötu 78. Það verður að hluta í nýju bakhúsi sem snýr að Kjörgarði. Meira »

Er jarðhiti undir Grænlandsjökli?

05:30 Flugmaður, sem var á dögunum að ferja flugvél vísindaleiðangurs frá Íslandi til Monterey í Kaliforníu, náði mynd sem sýnir gufubólstra upp úr Grænlandsjökli. Meira »

Námsgögn barna verði án endurgjalds

05:30 „Það virðist stefna í að allt eigi að vera ókeypis fyrir alla,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands sveitarfélaga.  Meira »

Viðhald á leikskólum óviðunandi

05:30 „Það er alveg ljóst og vitað að ástand leikskólabygginga er mjög slæmt og við höfum fengið ábendingar um slæmt viðhald bæði frá leikskólastjórum og eins frá foreldrum,“ segir Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Meira »

Hugbúnaðarlausnir Valitor í sókn

05:30 Starfsemi Valitor hefur gjörbreyst undanfarin ár og er fyrirtækið nú meðal stærstuhugbúnaðarhúsa landsins.   Meira »

24,9 stiga hiti í Húsafelli

Í gær, 23:18 Sumarveðrið er í hámarki þessa dagana og um að gera að njóta, segir vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hæstur hiti á landinu mældist í Húsafelli í dag 24,9 gráður, en hiti fór einnig yfir 24 gráður á Reykjum í Fnjóskadal og Ásgarði. Meira »

Ný bryggja við Fáskrúðsfjarðarhöfn

05:30 Ný bryggja er í smíðum við Fáskrúðsfjarðarhöfn og er ráðgert að byggingu hennar ljúki í september nk. Bryggjan er 90 metra löng og um tíu metra dýpi er við hana. Meira »

Verktakar flýja borgina

05:30 Dæmi eru um að verktakar hafi gefist upp á skipulagsyfirvöldum í Reykjavík og tekið ákvörðun um að hætta uppbyggingu í miðborginni. Ástæðan er miklar og ítrekaðar tafir á afgreiðslu mála. Meira »

Handleggsbrotnaði á trampólíni

Í gær, 22:46 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um trampólínslys við Sjávargrund um sexleytið í kvöld, en þar hafði barn handleggsbrotnað sem lenti illa er það var að hoppa á trampólíninu. Meira »
Kolaportið alltaf gott veður !
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
 
Samkoma fellur niður í kvöld
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Samkoma fellur niður í kv...
Skrifstofustjóri
Stjórnunarstörf
Skrifstofustjóri óskast til starfa hjá ...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur auglýsir skv....