Davíð svarar Guðna

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands mbl.is/Eggert Jóhannesson

Davíð Þór Jónsson, guðfræðingur og fræðslufulltrúi Austurlandsprófastdæmis, segir það rétt Guðna Ágústssonar, fyrrverandi ráðherra, að höfða mál gegn honum. Davíð Þór segir ekki rétt að hann væni Guðna um að hafa starfað með nasistahreyfingunni.

Guðni Ágústsson íhugar nú hvort hann eigi að höfða mál gegn Davíð Þór en Guðna mislíkar mjög ummæli í grein Davíðs Þórs, Að kjósa lygara og rógtungu, sem Davíð Þór birti á heimasíðu sinni daginn fyrir forsetakosningarnar. Guðni ræddi málið við Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands, í gær.

„Það er hans réttur. Ef hann telur að það sé eitthvað í skrifum mínum sem fellur undir meiðyrðalöggjöf, þá getur hann gert það. Í eina skiptið sem hann víkur efnislega að málinu er þegar hann segir að ég væni hann um að hafa starfað í nasistahreyfingunni „Norrænt mannkyn“. Það er ekki rétt. Ég vísa einungis á grein þar sem tveir fyrrum formenn þeirra samtaka halda því fram,“ segir Davíð Þór.

Guðni sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær að hann sætti sig ekki við persónulegar svívirðingar og að hann geri meiri kröfur til manna sem gengið hafi í guðfræðideild og lært siðfræði. Davíð veltir því fyrir sér hvað hann eigi við með því.

„Meiri kröfur um hvað? Að þeir menn tipli á tánum og noti ekki orð eins og „lygar“ og „rógur“? Eru „ósannindi" og „dylgjur“ betri orð? Má starfsfólk kirkjunnar ekki nýta sér tjáningarfrelsið án þess að tala undir rós?,“ segir Davíð Þór, og furðar sig á því hvers vegna Guðni taki ekki fram í hverju svívirðingarnar og níðið er fólgið. 

Að sögn Guðna ræddi hann málið við Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands, í gær um ummæli Davíðs.

„Ég hef ekkert heyrt frá henni ennþá. Ég á samt frekar von á því að hún setji sig í samband við mig og ræði þessi mál við mig. Ég þekki Agnesi af góðu einu og efast ekki um að við getum sest niður og rætt þetta mál,“ segir Davíð Þór.

Frétt Morgunblaðsins í heild:

Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og formaður Framsóknarflokksins, íhugar nú hvort hann eigi að höfða mál gegn Davíð Þór Jónssyni, guðfræðingi og fræðslufulltrúa Austurlandsprófastdæmis. Guðna mislíkar mjög ummæli í grein Davíðs Þórs, Að kjósa lygara og rógtungu, sem Davíð Þór birti á heimasíðu sinni daginn fyrir forsetakosningarnar. Guðni ræddi málið við Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands, í gær.

„Maður gerir meiri kröfur til manna sem hafa gengið í guðfræðideild og lært siðfræði og ætla að boða hið góða orð kirkjunnar en annarra. Það hefur Davíð Þór gert og hann býður sig sjálfsagt síðar fram til prestvígslu. Hann hefur fengið starf hjá kirkjunni við að þjóna börnum og unglingum sem fræðslufulltrúi. Ég geri miklar kröfur til manna í þessari stöðu og sætti mig ekki við svo persónulegar svívirðingar og níð um forseta landsins sem þarna birtust. Svo vænir hann mig um að hafa starfað í nasistahreyfingu. Guð hjálpi mér! Sannarlega hef ég haft skömm á nasistum alla tíð og aldrei gengið þeim á hönd. Ég hef verið í Framsóknarflokknum, þjóðkirkjunni og ungmennafélagshreyfingunni,“ sagði Guðni. Hann kvaðst ekki sætta sig við að vera borinn slíkum sökum og hafa því talað við biskup Íslands.

„Ég sagði við hana að mér þætti þetta vera ófær framkoma hjá hennar þjóni. Ég gerði kröfur til þess sem heiðarlegur maður og kristinn að þessi maður gjaldi fyrir orð sín bæði í minn garð og forsetans.“

Guðni sagðist aðspurður ekki hafa haft samband við Davíð Þór vegna greinarinnar. „Ég hef ekkert við svona menn að tala. Þetta eru slíkar dylgjur og dónaskapur að annaðhvort hefur maðurinn ekki verið allsgáður eða hann stríðir við eitthvað sem gerir hann óhæfan til að takast á við þau verkefni sem hann sinnir.“

Guðni sagðist hafa lært að sætta sig við gagnrýni og átök á hinum pólitíska velli en nú hafi sér verið brugðið. „Auðvitað íhuga ég hvort svona mann eigi ekki að draga fyrir dómstóla landsins. Ég geri þær kröfur að kirkjan taki á þessu vandamáli.“

Davíð Þór Jónsson.
Davíð Þór Jónsson. mbl.is
Guðni Ágústsson
Guðni Ágústsson
mbl.is

Innlent »

Andlát: Einar Friðrik Kristinsson

05:30 Einar Friðrik Kristinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, er látinn, 76 ára að aldri. Einar lést á líknardeild Landspítalans sl. fimmtudag, 21. september. Hann fæddist 21. ágúst 1941 í Vestmannaeyjum. Meira »

Andlát: Örn Ingi Gíslason

05:30 Örn Ingi Gíslason fjöllistamaður lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri laugardaginn 23. september, 72 að aldri. Hann fæddist á Akureyri 2. júní 1945 og bjó þar alla tíð. Móðir Arnar Inga var Guðbjörg Sigurðardóttir húsmóðir og kjörfaðir Gísli Einarsson sjómaður. Meira »

Andrúmsloftið í Framsókn hreinsast

05:30 Ásakanir ganga á víxl vegna brotthvarfs Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr Framsóknarflokknum síðastliðinn sunnudag.  Meira »

Samkeppnin fer harðnandi í fluginu

05:30 Sveinn Þórarinsson, greinandi í hlutabréfum hjá Landsbankanum, segir það munu auka þrýstinginn á verð farmiða yfir Norður-Atlantshafið að dótturfélag flugfélagsins Norwegian hafi fengið flugleyfi til Bandaríkjanna. Meira »

Áherslur SI hinar sömu og meistara

05:30 „Þvert á það sem fram kemur í frétt Morgunblaðsins hafa Samtök iðnaðarins staðið vörð um fagmennsku og gætt hagsmuna iðnmeistara með því að gera yfirvöldum grein fyrir þeim sem bjóða fram þjónustu án tilskilinna réttinda.“ Meira »

Einar ráðinn þjóðgarðsvörður

05:30 Þingvallanefnd hefur samþykkt að ráða Einar Á. E. Sæmundsen, fræðslufulltrúa þjóðgarðsins, til eins árs í stöðu þjóðgarðsvarðar, frá og með 1. október nk. Meira »

Enginn hefur skoðað Núp

05:30 Ríkiskaup auglýstu í júlí síðastliðnum til sölu þrjár húseignir að Núpi í Dýrafirði. Um er að ræða skólabyggingu og tvær heimavistir, alls rúmlega 4.500 fermetra. Meira »

Andarnefja heimsótti Friðarhöfn

05:30 Hvalur, um sjö metra langur, sást í Friðarhöfn í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Talið er að um andarnefju sé að ræða. Hvalurinn synti um höfnina og virtist vera við góða heilsu. Friðarhöfn er innst í Vestmannaeyjahöfn. Meira »

Byggja nýtt hótel á Grensásvegi

05:30 Framkvæmdir eru hafnar við nýtt 80 herbergja hótel á Grensásvegi 16a. Við hlið hótelsins verður jafnframt opnað hostel.  Meira »

Rafknúnir bátar undanþegnir gjöldum

05:30 Í nýsamþykktri gjaldskrá Faxaflóahafna fyrir árið 2018 var sett inn nýtt ákvæði til bráðabirgða um að bátar sem alfarið eru knúnir rafmagni og notaðir til skipulagðra siglinga með farþega séu undanþegnir bryggju- og lestargjaldi til ársloka 2025. Meira »

„Hótaði að taka þingið í gíslingu“

00:36 Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sakar Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, um að hafa beitt ógeðfelldum brögðum til að neyða aðra flokka til samkomulags um þinglok, og hótað að taka þingið í gíslingu féllust menn ekki á vilja hans. Meira »

Hellirigning á Suðurlandi

Í gær, 23:19 Spár gera ráð fyrir vaxandi suðaustanátt, 15-23 m/s í kvöld og rigningu, hvassast við suðurströndina. Gert er ráð fyrir 20 m/s í Vestmannaeyjum fyrri hluta nætur. Meira »

Hallbera situr í dómnefnd

Í gær, 22:33 Sendiráð Svíþjóðar hvetur ungt fólk til að velta jafnrétti fyrir sér en sænska ríkisstjórnin er sú fyrsta í heimi með feminíska utanríkismálastefnu. Þau efna því til leiks í tengslum við komu Zöru Larsson til landsins. Hallbera mun sitja í dómnefnd ásamt Ragnhildi Steinunni fjölmiðlakonu. Meira »

„Fer ekkert á milli mála“

Í gær, 22:17 „Það fer ekkert á milli mála að það er eitthvað annað í pokanum en fiskur. Hins vegar kemur tundurduflið ekki í ljós fyrr en þetta er komið inn á dekk, þegar opnað er fyrir pokann.“ Þetta segir Ólafur H. Gunnarsson, skipstjóri á Ljósafelli. Sjá má myndband frá sprengingu duflsins í fréttinni. Meira »

Þurfum að hætta að breyta nemendum

Í gær, 20:43 „Nemendur búa yfir ólíkri hæfni og áhugasvið þeirra eru misjöfn. Við þurfum að aðlaga skólakerfið að nemendum í stað þess að reyna stöðugt að breyta þeim.“ Þetta segir Edda Óskarsdóttir um skólakerfið en hún varði nýverið doktorsritgerð sína um nám án aðgreiningar. Meira »

„Lengi getur vont versnað“

Í gær, 22:21 „Í grófum dráttum má segja að tvær leiðir hafi verið færar. Annars vegar að takmarka málafjöldann sem mest, og ljúka þinginu á 1-2 dögum. Hins vegar að setja þingfund og hefja vinnu við þessi helstu mál og bæta svo við stjórnarskrá og eftir atvikum öðru sem þingmenn vildu ræða.“ Meira »

„Galið“ að afgreiða málið í tímapressu

Í gær, 22:13 „Það var okkar mat að það væri alveg galið að ætla sér í tímapressu á allra síðustu dögum fyrir kosningar að setja inn ákvæði af þessu tagi,“ segir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is. Meira »

Alvarlegt bílslys fyrir austan

Í gær, 20:41 Ungur maður kastaðist út úr bifreið sinni í alvarlegu bílslysi á Austurlandi síðdegis í dag. Að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum var ökumaðurinn meðvitundarlaus þegar lögreglu bar að garði og var fluttur með sjúkrabíl til Vopnafjarðar. Meira »
Nýr og óupptekinn Infrarauður Saunaklefi á 234.000
- hiti 30-65 C - 2manna klefi - Interior Wood: Hemlock - Exterior Wood: Hemlo...
Eldhúsborð og stólar
Glæsilegt eldhúsborð og 4 leðurstólar. Tilboð óskast. Upplýsingar saeberg1...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Rafræn kosning hofsprestakall
Tilkynningar
Auglýsing um prestskosningu í Hofspr...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...