„Eitthvað bogið við kerfið“

Björn Bjarnason.
Björn Bjarnason. Kristinn Ingvarsson

Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að ef halda eigi áfram að rannsaka hvort veita eigi þeim sem stunda lögbrot til að komast úr landi hæli hér á landi sem pólitískum flóttamönnum sé „eitthvað bogið við kerfið“.

Orð sín lét ráðherrann fyrrverandi falla í pistli á vefsvæði sínu, í tilefni af tilkynningu frá Isavia. Hann segir að ef öryggiskerfi Keflavíkurflugvallar virki þótt tveimur hælisleitendum hafi tekist að smygla sér um borð í flugvél með því að laumast yfir girðingu sé einnig eitthvað bogið við það kerfi.

Björn spyr hvort skilja megi tilkynninguna á þann veg að flugmálastjórn geri ekki nægilega strangar kröfur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert