Búast má við hlaupi undan jökli í Múlakvísl

Múlakvísl braut niður varnargarð í fyrra
Múlakvísl braut niður varnargarð í fyrra mbl.is/Jónas Erlendsson

Búast má við hlaupi í Múlakvísl úr katlinum undir Mýrdalsjökli sem hlaup hófst úr rétt fyrir miðnætti þann 8. júlí í fyrra, fyrir rétt rúmu ári. Sennilega yrði hlaup nú ekki jafn stórt og hlaupið var í fyrra, að mati Magnúsar Tuma Guðmundssonar prófessors við jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Hann sagði talið að talsvert vatn hefði safnast fyrir í katlinum.

Skjálftahrina varð í Mýrdalsjökli á sunnudaginn var. Magnús Tumi sagði ekki óalgengt að skjálftahrinur yrðu í jöklinum. Hann taldi ekki að hrinan á sunnudag boðaði nein sérstök tíðindi ein og sér.

„Þetta var dálítið mikið af frekar litlum og grunnum skjálftum,“ sagði Magnús Tumi. „Katla er nú þannig að það koma fréttir þegar hún lætur á sér kræla.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert