Frjókorn í fullum krafti

Fíflar blómstra á Arnarhóli í miðbæ Reykjavíkur.
Fíflar blómstra á Arnarhóli í miðbæ Reykjavíkur. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Mesti frjókornatími landsins er að ganga í garð. Frjótölur eru háar á þurrviðrisdögum í Reykjavík og á Akureyri og grasfrjóum fjölgar í mælingum stofnunarinnar í Urriðaholti. Nú eru síðustu forvöð að slá vallarfoxgras áður en það nær að dreifa frjókornum.

Margrét Hallsdóttir, umsjónarmaður frjómælinga hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir að algengast sé að grasfrjó valdi frjókornaofnæmi, en einnig þekkist að birkifræ séu ofnæmisvaldar. Margrét segir að fjöldi grasfrjóa í ár sé minni en árið 2010 en svipaður og árið 2008. Þessi þrjú ár, ásamt árinu 2003, eigi það sammerkt að fjöldi grasfrjóa í mælingum hafi farið yfir 10 á rúmmetra þegar seinni partinn í júní, en almennt séð er miðað við að ofnæmis verði einkum vart þegar farið er yfir þann þröskuld, og þá aukist eftirspurn eftir ofnæmislyfjum.

Aðspurð um umræðu undanfarinna daga um grasslátt í Reykjavíkurborg segir Margrét: „Ef það er rétt að það er minna slegið þá hefur það áreiðanlega áhrif, því það er mjög mikið atriði að tún séu slegin áður en grasið kemst á það þroskastig að blómin opnast og frjóhnapparnir koma út, því að þá tekur vindurinn við og fer að dreifa frjókornunum.“

Hins vegar verði líka að hafa í huga að oftast er fleiri en ein grastegund á opnum svæðum og í görðum borgarinnar, og þær blómgast á mismunandi tímum: „Þannig var háliðagrasið sem við þekkjum flest að blómgast og dreifa frjókornum um miðjan júní, en núna sé ég að vallarfoxgrasið er alveg að fara að springa út, og á þeim stöðum er mjög mikilvægt að fara að slá núna, áður en það gerist,“ segir Margrét en frjókornin frá vallarfoxgrasinu eru helsti ofnæmisvakinn hjá þeim sem eru með frjókornaofnæmi.

Grasið blómstrar fyrr í veðurblíðunni

Margrét segir að frjókornin séu fyrr á ferðinni en í venjulegu árferði. Góða veðrið að undanförnu hafi haft þau áhrif að grasið sé að blómstra um tíu dögum fyrr en venjan er. Margrét segir að hún hafi sagt umhverfisnefnd Reykjavíkurborgar í vor að það þyrfti að fylgjast vel með grassprettu í borginni: „Ég sagði á þeim fundi, sem var haldinn að forgöngu Astma -og ofnæmisfélagsins, að það þyrfti fólk með þekkingu til þess að fylgjast með plöntunum á grænu svæðunum og sjá hvenær grösin eru skriðin, því þá þarf að taka fram sláttuvélarnar og fara að slá. Menn hafa þá allt að tvær vikur til þess að bregðast við áður en frjókornin fara að dreifa sér.“

Margrét segir að ofnæmissjúklingar geti gert ýmislegt til þess að hjálpa sér, t.d. eigi þeir sem hlaupi úti að hlaupa frekar meðfram sjónum, þar sem loftið sé minna mettað af frjókornum. Þá er hollráð að hengja ekki þvott til þerris utandyra á meðan mesti frjókornatíminn sé.

Hefja lyfjameðferð strax og fyrstu einkenna verður vart

Davíð Gíslason læknir segir að það sé einkum tvennt sem ofnæmissjúklingar geti gert á þessum tíma. „Fyrra atriðið er að forðast frjókornin, að vera ekki mikið í óslegnu grasi. Ég tala nú ekki um ef að fólk fer í útilegu, að tjalda ekki þar sem mikið gras er, heldur frekar leita að stað þar sem grasið er slegið, eða þá jafnvel tjalda út við sjóinn, en það er þó sísti kosturinn fyrir flesta í útilegum.“

Hitt úrræðið er lyfjameðferð. Davíð segir að allir sem þjáist af ofnæmi ættu að vera á lyfjameðferð núna: „Reyndar ætti fólk að byrja strax taka inn ofnæmislyf þegar einkenni gera vart við sig, reyndar var það nokkuð snemma í júnímánuði í ár. Oft dugir það síðan ekki til, það þarf þá líka bólgueyðandi úða í nefið, því einkennin eru mest í nefi og augum. Það þarf hins vegar lyfseðil fyrir því. Fólk ætti því að sýna fyrirhyggju ef það veit af því að það er með frjókornaofnæmi og leita til læknis áður en ofnæmið hefst. Svo geta menn einnig fengið augndropa án lyfseðils fyrir augun, en það er það eina sem menn geta þá tekið eftir þörfum. Með hin lyfin er orðið of seint að byrja að meðhöndla sig þegar maður er orðinn slæmur, menn þurfa að taka þau að staðaldri yfir mesta gróðurtímann.“

Davíð segir að tíðni frjókornaofnæmis hafi verið að aukast síðastliðna áratugi á Íslandi. Af ungu fólki þjáist ca. 20% af frjókornaofnæmi nú, og hefur sá fjöldi tvöfaldast síðan fyrir tuttugu árum. Almennt séð sé tíðni ofnæmis að aukast á Vesturlöndum og þróunin hér sé í samræmi við það. Margar ástæður séu þar að baki, t.d. skipti aðstæður í uppeldi máli.

Davíð vill beina þeim tilmælum til fólks með gróðurofnæmi að ef það hyggi á ferðalög til útlanda kynni það sér aðstæður í komulandinu svo að það eyðileggi ekki fríið fyrir sér. Frjókorn geri fyrr vart við sig almennt séð í útlöndum en á Íslandi. Því sé betra fyrir fólk að fara frekar t.d. um miðjan júlí til sólarlanda, því þannig losni það við versta tímann hér á landi, sem er þá líklega genginn um garð þar.

Frjókornamælingar birtast daglega á vef Náttúrufræðistofnunar.

Frjókorn í lofti valda mörgum ofnæmissjúklingum vandræðum á vorin.
Frjókorn í lofti valda mörgum ofnæmissjúklingum vandræðum á vorin. mbl.is/Árni Torfason
mbl.is

Innlent »

Heillast af andrúmslofti Ég man þig

22:30 Spennumyndin Ég man þig hefur fengið góða dóma hjá gagnrýnendum þekktra erlendra dagblaða.  Meira »

„Subbuskapur af verstu gerð“

22:29 „Ég hef verið á mörgum skipum. Alls staðar hefur verið brottkast,“ sagði sjómaðurinn Trausti Gylfason í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV nú í kvöld. Þar var sýnt myndefni sem Trausti tók úti á sjó á árunum 2008-2011 og sýndi mikið brottkast á fiski, en brottkast er bannað með lögum. Meira »

Frægasta og verðmætasta Íslandskortið

22:25 „Þetta er frægasta Íslandskortið og það verðmætasta,“ segir Viktor Smári Sæmundsson forvörður um Íslandskort frá árinu 1595 sem er boðið falt fyrir 25 til 30 þúsund sænskar krónur eða tæplega 400 þúsund krónur hjá sænska uppboðshúsinu, Stockholms Auktionsverk. Meira »

Framkvæmdir stangist á við lög

21:20 Fyrirhugaðar framkvæmdir á Landsímareitnum stangast á við lög að mati Varðmanna Víkurgarðsins, sem er gamli kirkjugarðurin í og við Fógetagarðinn. Þar var fólk grafið langt fram á 19. öld og undanþága var veitt fyrir viðbyggingu Landsímahússins á sínum tíma þar sem almannahagsmunir áttu í hlut. Meira »

„Ég manngeri fuglana í bókinni“

20:55 Sumum finnst lyktin af úldnum andareggjum vera hin eina sanna jólalykt. Frá þessu segir og mörgu öðru sem tengist fuglum, í bók sem spéfuglinn Hjörleifur ritaði og ránfuglinn Rán myndskreytti. Þau taka sig ekki of alvarlega, fræða og skemmta og segja m.a. frá áhættusæknum fuglum, sérvisku þeirra og ástalífi. Meira »

Ferðamenn í vanda á Sólheimasandi

20:41 Björgunarsveitir frá Vík og Hvolsvelli voru boðaðar út á sjöunda tímanum í kvöld ásamt öðrum viðbragðsaðilum, vegna ferðamanna í vanda í nágrenni flugvélaflaks á Sólheimasandi. Þetta kemur fram í tilkynningu. Meira »

„Þetta hætti ekkert“

20:16 „Mér var sagt að ég þyrfti að brosa meira, ég ætti ekki að hylja mig svona mikið ef ég vildi ná lengra og vera sæt,“ sagði Jóhanna María Sigmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins. Meira »

„Enginn búinn að skella hurðum“

20:26 „Við höldum bara áfram á morgun,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, þegar hann er spurður um ganginn í stjórnarmyndunarviðræðum. Sigurður Ingi og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sögðu bæði að fundir dagsins hefðu verið góðir. Meira »

Hyggjast birta 100 sögur á föstudag

19:34 „Síðan ég byrjaði að starfa í pólitík hafa nokkrir menn úr stjórnmálaflokkum, og þá flestir giftir menn, verið að senda mér skilaboð á kvöldin,“ segir í einni af þeim sögum sem höfð er eftir stjórnmálakonum og sendar hafa verið á fjölmiðla. Meira »

Ferjan biluð næstu vikurnar

18:50 Breiðafjarðaferjan Baldur er biluð og falla siglingar yfir fjörðinn því niður næstu þrjár til fjórar vikurnar. Ekki er ljóst hvað veldur biluninni en hana má rekja til bilunar í aðalvél skipsins. Þetta kemur fram hjá RÚV. Meira »

Vegir lokaðir víða um land

18:37 Vegurinn um Holtavörðuheiði er lokaður, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Sömu sögu er að segja af Kleifaheiði á sunnanverðum Vestfjörðum. Hringvegurinn er lokaður frá Hrútafirði að Vatnsdal. Lokað er bæði í Öræfasveit vegna óveðurs og á Lyngdalsheiði. Meira »

Tekjurnar ekki verið lægri síðan 2008

18:37 Um leið og útflutningsverðmæti dregst saman hækkar veiðigjald og hefur í sumum tilvikum fjórfaldast. Þróunin gæti m.a. leitt til frekari samþjöppunar í greininni og hægt á endurnýjun skipa og tækja. Meira »

Skólp hreinsað hjá 90% þjóðarinnar

17:57 Að fimm árum liðnum verða 90% landsmanna tengdir skólphreinsistöð, nái þær framkvæmdir sem áætlaðar eru fram að ganga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Meira »

Holtavörðuheiði og fleiri vegum lokað

17:25 Lögreglan á Norðurlandi vestra vekur athygli á versnandi færð á Facebook-síðu sinni en af þeim sökum er til að mynda Holtavörðuheiði lokuð og skilyrði víða annars staðar í umdæminu slæm. Meira »

Þjóðveginum um Öræfasveit lokað

16:53 Þjóðvegi 1 um Öræfasveit hefur verið lokað vegna veðurs en lögreglan á Suðurlandi greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Hvasst er víða á landinu en áður hafði verið greint frá lokun vega á Vestfjörðum. Meira »

Tvö handtekin í tengslum við vændi

17:37 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karl og konu um hádegisbil í dag í þágu rannsóknar hennar á umfangsmikilli vændisstarfsemi. Meira »

Ræða kynferðisofbeldi í pólitíkinni

16:54 Tæplega sex hundruð konur hafa skráð sig í hóp á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem umræður fara fram um kynferðisáreiti og annað kynferðisofbeldi sem konur hafi orðið fyrir í íslenskum stjórnmálum í gegnum tíðina. Meira »

Íslenski hesturinn nýtur sín í nýju myndbandi

16:41 „Aðalmarkmiðið er að kynna íslenska hestinn og sýna hvers fjölhæfur hann er. Hann er vinalegur, kraftmikill, ævintýragjarn og fyrir alla,“ segir Þórdís Anna Gylfadóttir verkefnastjóri Horses of Iceland hjá Íslandsstofu um kynningarmyndband Horses of Iceland sem var frumsýnt í dag. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Heimili í borginni- www.eyjasolibudir.is
Fallegar 2-3ja herb. íbúðir fyrir fjölskyldur og erlenda ferðamenn . ALLT til AL...
Einstaklingsíbúð óskast
Námsmaður utan af landi, sem einnig er í vinnu, leitar að lítilli leiguíbúð frá...
SUMARFRÍ Í SÓL & HITA Í VENTURA FLORIDA
Glæsilegt HÚS til leigu v. 18 holu golfv, 3 svh. 2 bh.,1 wc, stór stofa, eldhús ...
OZONE lofthreinsun tæki til leigu.
Rekur þú hótel/gistihús,þetta tæki eyðir allri ólykt m.a. af raka-myglu-og reyk....
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...