Frjókorn í fullum krafti

Fíflar blómstra á Arnarhóli í miðbæ Reykjavíkur.
Fíflar blómstra á Arnarhóli í miðbæ Reykjavíkur. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Mesti frjókornatími landsins er að ganga í garð. Frjótölur eru háar á þurrviðrisdögum í Reykjavík og á Akureyri og grasfrjóum fjölgar í mælingum stofnunarinnar í Urriðaholti. Nú eru síðustu forvöð að slá vallarfoxgras áður en það nær að dreifa frjókornum.

Margrét Hallsdóttir, umsjónarmaður frjómælinga hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir að algengast sé að grasfrjó valdi frjókornaofnæmi, en einnig þekkist að birkifræ séu ofnæmisvaldar. Margrét segir að fjöldi grasfrjóa í ár sé minni en árið 2010 en svipaður og árið 2008. Þessi þrjú ár, ásamt árinu 2003, eigi það sammerkt að fjöldi grasfrjóa í mælingum hafi farið yfir 10 á rúmmetra þegar seinni partinn í júní, en almennt séð er miðað við að ofnæmis verði einkum vart þegar farið er yfir þann þröskuld, og þá aukist eftirspurn eftir ofnæmislyfjum.

Aðspurð um umræðu undanfarinna daga um grasslátt í Reykjavíkurborg segir Margrét: „Ef það er rétt að það er minna slegið þá hefur það áreiðanlega áhrif, því það er mjög mikið atriði að tún séu slegin áður en grasið kemst á það þroskastig að blómin opnast og frjóhnapparnir koma út, því að þá tekur vindurinn við og fer að dreifa frjókornunum.“

Hins vegar verði líka að hafa í huga að oftast er fleiri en ein grastegund á opnum svæðum og í görðum borgarinnar, og þær blómgast á mismunandi tímum: „Þannig var háliðagrasið sem við þekkjum flest að blómgast og dreifa frjókornum um miðjan júní, en núna sé ég að vallarfoxgrasið er alveg að fara að springa út, og á þeim stöðum er mjög mikilvægt að fara að slá núna, áður en það gerist,“ segir Margrét en frjókornin frá vallarfoxgrasinu eru helsti ofnæmisvakinn hjá þeim sem eru með frjókornaofnæmi.

Grasið blómstrar fyrr í veðurblíðunni

Margrét segir að frjókornin séu fyrr á ferðinni en í venjulegu árferði. Góða veðrið að undanförnu hafi haft þau áhrif að grasið sé að blómstra um tíu dögum fyrr en venjan er. Margrét segir að hún hafi sagt umhverfisnefnd Reykjavíkurborgar í vor að það þyrfti að fylgjast vel með grassprettu í borginni: „Ég sagði á þeim fundi, sem var haldinn að forgöngu Astma -og ofnæmisfélagsins, að það þyrfti fólk með þekkingu til þess að fylgjast með plöntunum á grænu svæðunum og sjá hvenær grösin eru skriðin, því þá þarf að taka fram sláttuvélarnar og fara að slá. Menn hafa þá allt að tvær vikur til þess að bregðast við áður en frjókornin fara að dreifa sér.“

Margrét segir að ofnæmissjúklingar geti gert ýmislegt til þess að hjálpa sér, t.d. eigi þeir sem hlaupi úti að hlaupa frekar meðfram sjónum, þar sem loftið sé minna mettað af frjókornum. Þá er hollráð að hengja ekki þvott til þerris utandyra á meðan mesti frjókornatíminn sé.

Hefja lyfjameðferð strax og fyrstu einkenna verður vart

Davíð Gíslason læknir segir að það sé einkum tvennt sem ofnæmissjúklingar geti gert á þessum tíma. „Fyrra atriðið er að forðast frjókornin, að vera ekki mikið í óslegnu grasi. Ég tala nú ekki um ef að fólk fer í útilegu, að tjalda ekki þar sem mikið gras er, heldur frekar leita að stað þar sem grasið er slegið, eða þá jafnvel tjalda út við sjóinn, en það er þó sísti kosturinn fyrir flesta í útilegum.“

Hitt úrræðið er lyfjameðferð. Davíð segir að allir sem þjáist af ofnæmi ættu að vera á lyfjameðferð núna: „Reyndar ætti fólk að byrja strax taka inn ofnæmislyf þegar einkenni gera vart við sig, reyndar var það nokkuð snemma í júnímánuði í ár. Oft dugir það síðan ekki til, það þarf þá líka bólgueyðandi úða í nefið, því einkennin eru mest í nefi og augum. Það þarf hins vegar lyfseðil fyrir því. Fólk ætti því að sýna fyrirhyggju ef það veit af því að það er með frjókornaofnæmi og leita til læknis áður en ofnæmið hefst. Svo geta menn einnig fengið augndropa án lyfseðils fyrir augun, en það er það eina sem menn geta þá tekið eftir þörfum. Með hin lyfin er orðið of seint að byrja að meðhöndla sig þegar maður er orðinn slæmur, menn þurfa að taka þau að staðaldri yfir mesta gróðurtímann.“

Davíð segir að tíðni frjókornaofnæmis hafi verið að aukast síðastliðna áratugi á Íslandi. Af ungu fólki þjáist ca. 20% af frjókornaofnæmi nú, og hefur sá fjöldi tvöfaldast síðan fyrir tuttugu árum. Almennt séð sé tíðni ofnæmis að aukast á Vesturlöndum og þróunin hér sé í samræmi við það. Margar ástæður séu þar að baki, t.d. skipti aðstæður í uppeldi máli.

Davíð vill beina þeim tilmælum til fólks með gróðurofnæmi að ef það hyggi á ferðalög til útlanda kynni það sér aðstæður í komulandinu svo að það eyðileggi ekki fríið fyrir sér. Frjókorn geri fyrr vart við sig almennt séð í útlöndum en á Íslandi. Því sé betra fyrir fólk að fara frekar t.d. um miðjan júlí til sólarlanda, því þannig losni það við versta tímann hér á landi, sem er þá líklega genginn um garð þar.

Frjókornamælingar birtast daglega á vef Náttúrufræðistofnunar.

Frjókorn í lofti valda mörgum ofnæmissjúklingum vandræðum á vorin.
Frjókorn í lofti valda mörgum ofnæmissjúklingum vandræðum á vorin. mbl.is/Árni Torfason
mbl.is

Innlent »

Sigmundur Davíð hættir í Framsókn

12:11 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknaflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur sagt skilið við Framsóknarflokkinn og hyggst ganga til nýtt stjórnmálaafl fyrir kosningar. Hann greinir frá þessu í langri færslu á heimasíðu sinni. Meira »

Varð loksins frjáls manneskja

10:40 Líkt og margir aðrir flóttamenn sem hingað hafa komið vissi Zahra Mesbah sayed Ali ekkert um Ísland áður en hún kom hingað en neyðin rak fjölskylduna áfram. Hún segir helstu breytinguna á hennar lífi vera þá að hér öðlaðist hún sjálfstæði og réttindi. „Ég átti hvergi heima fyrr en ég kom hingað.“ Meira »

Yfir 80 milljónir hafa safnast í átakinu

10:26 Yfir 80 milljónir króna hafa safnast í átakinu Á allra vörum í samnefndum söfnunarþáttum á Rás 2 í gærdag og á RÚV í gærkvöldi, og með sölu á varasnyrtivörusettum með sama nafni síðustu daga. Ágóðinn rennur til byggingar nýs húsnæðis fyrir Kvennaathvarfið. Meira »

Ný meðferðarstöð SÁÁ er bylting

09:40 Ný meðferðarstöð SÁÁ í Vík á Kjalarnesi mun gjörbylta aðstöðu til áfengis- og vímuefnameðferðar hér á landi. Nýja aðstaðan gefur skjólstæðingum samtakanna mun meira persónulegt rými en áður hefur verið í boði. mbl.is fékk að kíkja á húsnæðið sem er óðum að verða tilbúið. Meira »

Kokkur ársins krýndur í Hörpu

08:40 Hafsteinn Ólafsson, matreiðslumaður á Sumac Grill + Drinks, hlaut í gærkvöldi hinn eftirsótta titil Kokkur ársins 2017 eftir harða baráttu, en naumt var á munum á milli efstu manna. Keppnin fór fram fyrir fullum sal í Hörpu þar sem fjöldi gesta fylgdist með kokkunum töfra fram keppnismáltíðina. Meira »

Hvasst og vætusamt veður

08:18 Spáð er stormi á miðhálendinu, en einnig við norðausturströndina um tíma í dag og við suðurströndina annað kvöld. Búast má við mikilli rigningu á Suðausturlandi og á Austfjörðum fram eftir degi, en dregur síðan úr vætunni. Meira »

Stakk af eftir umferðarslys

07:13 Rétt fyrir klukkan fjögur í nótt var tilkynnt um umferðarslys í miðborginni, en um að var ræða árekstur tveggja bíla og ók ökumaður annars bílsins af vettvangi. Hann var hins vegar stöðvaður skömmu síðar, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Meira »

Handtekinn vegna heimilisofbeldis

07:18 Um klukkan hálffimm í nótt fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um heimilisofbeldi. Meintur gerandi var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Hann verður yfirheyrður síðar í dag. Meira »

Heppin að vera heil á húfi

Í gær, 22:44 „Við erum í rauninni heppin, við erum heil á húfi,“ segir Signý Bergsdóttir sem býr í Mexí­kó­borg ásamt eiginmanni sínum og syni. Fjölskyldan þurfti að yfirgefa heimili sitt í kjölfar járðskjálftans og halda nú til hjá ættingja. Meira »

Heil öld í starfi hjá Hrafnistu

Í gær, 22:18 Mikil gleði ríkti á Björtuloftum í Hörpu í gærkvöldi þegar Hrafnistuheimilin heiðruðu 43 starfsmenn sem unnið hafa 25 ár eða lengur hjá heimilunum. Slíkar heiðranir fara fram á þriggja ára fresti. Tveir starfsmenn, Þórdís Hreggviðsdóttir og Guðlaug Sigurbjörnsdóttir, eiga samanlagt 100 ára starfsafmæli. Meira »

10 vikna kvikmyndanámskeið í Hinu húsinu

Í gær, 20:56 Námskeið í kvikmyndagerð og vídeólist fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára fer af stað í sjötta sinn hér á landi þann 28. september. Námskeiðið stendur í 10 vikur og er haldið í Hinu húsinu og er á vegum Lee Lynch og Þorbjargar Jónsdóttur, sem saman stofnuðu Teenage Wasteland of the Arts úti í Los Angeles þar sem þau bjuggu um árabil. Meira »

Kleif öll hæstu fjöll heims á 9 ára tímabili

Í gær, 20:52 Spænska fjallgöngukonan Edurne Pasaban hlaut í dag Landkönnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar við hátíðlega athöfn á Húsavík. Fjallgöngugarpurinn Vilborg Arna Gissurardóttir afhenti Padaban verðlaunin. Meira »

Mátti búast við ofbeldi ef hún var sýnileg

Í gær, 20:51 „Ef að ég var sýnileg í vinnunni minni þá vissi ég að þegar ég kom heim að kvöldi þá mátti ég búast við hverju sem var. Þetta fór að hafa áhrif, ekki bara á mitt sjálfstraust og mína tilveru, heldur líka á starfið mitt. Ég fór að hætta að vera í mynd og fór að lesa texta.“ Meira »

Andúð og fordómar ýta undir frekari brot

Í gær, 19:57 Brotalamir eru á betrun fanga á Íslandi. Mannekla, fjárskortur og samfélagið sjálft eru hindranirnar.  Meira »

Sósíalistaflokkurinn býður ekki fram

Í gær, 19:45 Sósíalistaflokkur Íslands mun ekki bjóða fram lista í komandi alþingiskosningum. Þetta var niðurstaða félagafundar flokksins sem greint er frá í tilkynningu. Meira »

„Ég er Reykvíkingur og Íslendingur“

Í gær, 20:15 Lina Ashouri er tannlæknir frá Sýrlandi. Hún kom hingað sem flóttamaður ásamt sonum sínum en eiginmaður hennar lést á flóttanum. Hún vildi komast til lands þar sem drengirnir gætu gengið menntaveginn og hún unnið við sitt fag. Ísland hefur tekið vel á móti þeim. „Ég er Reykvíkingur og Íslendingur.“ Meira »

Vann tæpar 24 milljónir króna í Lottó

Í gær, 19:52 Einn heppinn Lottóspilari var með allar tölur réttar í Lottó útdrætti vikunnar og er orðinn 23,8 milljónum króna ríkari. Lukku-Lottómiðann sinn keypti hann í 10-11 við Suðurfell í Reykjavík. Þá var einnig einn miðaeigandi með bónusvinninginn. Meira »

„Útmálaður mesti hrokagikkur landsins“

Í gær, 19:35 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það mikinn misskilning að þeir sem hæst hafa látið í málum tengdum uppreist æru sé meira annt um brotaþola og aðstandendur þeirra en öðrum. Hann segir það einfaldlega mikilvægt hjá sumum að þyrla upp moldviðri til að koma pólitísku höggi á Sjálfstæðisflokkinn. Meira »
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn, ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkef...
Hoppukastalar.is -Candyfloss-Popp-leikir
Bjóðum upp à ýmisslegt fyrir barnaafmæli , fjölskyldusamkomur o.fl. Hoppukastala...
Teikning eftir Mugg til sölu
Til sölu blýants- og tússteikning eftir Mugg, stærð 17,5x22 cm. Úr seríunni Sjöu...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...