Lambið á útleið

Ær með lamb í Arnarfirði
Ær með lamb í Arnarfirði mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það kæmi mér ekki á óvart ef lambakjöt yrði orðið jafn sjaldséð í frystikistum verslana eftir tíu ár og rjúpur eru nú,“ sagði Eiður Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Kjarnafæðis á Akureyri. Fyrirtækið flytur nú út lambakjöt o.fl. til Færeyja í neytendaumbúðum og pantanir fara stækkandi.

Norðlenska var fyrsta kjötvinnslan sem Matvælastofnun samþykkti starfsstöð hjá samkvæmt nýrri matvælalöggjöf. Með því opnaðist fyrir útflutning til EES og ekki þarf lengur sérstök vottorð þegar unnin matvæli eru flutt úr landi. Norðlenska hefur einnig selt vörur sínar til Færeyja og ætlar að þreifa fyrir sér í Noregi.

Veruleg sóknarfæri

„Sölusvæðið er ekki lengur bara Ísland heldur allt evrópska efnahagssvæðið. Ég tel að það séu verulega mikil sóknarfæri fyrir íslensk matvælafyrirtæki að markaðssetja sínar vörur þar,“ segir Gísli S. Halldórsson, sérgreinadýralæknir hjá MAST.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert