Verðmætaaukningin 10 milljarðar

mbl.is

Sjávarútvegsráðuneytið gerir ráð fyrir að verðmætaaukningin á komandi fiskveiðiári verði tíu milljarðar króna. Alls verður heimilt að veiða 195.400 tonn af þorski á fiskveiðiárinu sem hefst hinn 1. september næstkomandi. Aflamark þorsks á yfirstandandi fiskveiðiári er 177 þúsund tonn.

Í tilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu kemur fram að ástand helstu nytjastofna sé gott og betra en hjá mörgum öðrum þjóðum. Ákvörðunin byggist á ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar sem hún kynnti í síðasta mánuði. Þar var gert ráð fyrir 196 þúsund tonna þorskkvóta en samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu er í fyrsta skipti tekið tillit til veiða útlendinga á þorski, löngu og keilu. Vegna þess er aflamark þorsks 600 tonnum lægra, löngu 500 tonnum og keilu 300 tonnum lægra en annars hefði verið.

„Aflaregla sú er sett var fyrir nokkrum árum er að skila miklum árangri í uppbyggingu stofnsins. Sá árangur er að skila þjóðinni auknum verðmætum sem tali neru í milljörðum. Þess má geta að ákvörðun aflamarks í þorski nú, tæp 200 þús. tonn er tæpum 70 þús. tonnum  meira en þegar minnst var 2007/2009,“ segir í tilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu.

Gott ástand á sumargotsíldinni

Í fjögur ár í röð hefur sýking herjað á stofn íslensku sumargotssíldarinnar. Nú eru, samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu, sterkar vísbendingar um að sýkingin sé í rénum og horfur með stærð veiðistofnsins eru bjartari en undanfarin ár og því er hægt að auka aflamarkið. Verður það 64 þúsund tonn sem er þremur tonnum minna en Hafró lagði til. Á yfirstandandi fiskveiðiári er aflamarkið 45 þúsund tonn.

„Í heild vegur aukning aflamarks í þeim tegundum sem eru í sókn mun þyngra en samdráttur í tegundum sem lakar standa. Erfitt er að áætla nákvæmlega verðmætaaukningu sem af þessu hlýst, auk þess sem óvissa er enn um veiðar á mikilvægum tegundum eins og loðnu. Engu að síður er það mat ráðuneytisins að gera megi ráð fyrir nálægt 10 milljarða verðmætisaukningu á grundvelli ákvörðunarinnar nú,“ segir ennfremur í tilkynningu ráðuneytisins.

Ástand ýsustofnsins slæmt

Aflamark ýsu, djúpkarfa, steinbíts, þykkvalúru og skötusels minnkar á milli ára. Ástand ýsustofnsins er slæmt vegna nýliðunarbrests undanfarinna ára. Aflamark í ýsu var 105 þúsund tonn 2006/07 en er nú 36 þúsund tonn. Hafró lagði til að ýsukvótinn yrði 32 þúsund tonn. Á yfirstandandi fiskveiðiári er kvótinn 45 þúsund tonn.

Ákveðið hefur verið að hefja nú undirbúning að endurskoðun og framlengingu aflareglu fyrir þorskveiðar og sömuleiðis er undirbúningur að mótun aflareglna fyrir ýsu, karfa og ufsa langt kominn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Leitað að þremur ferðakonum

01:43 Björgunarsveitir á Suðurlandi leita nú þriggja spænskra ferðakvenna nærri Landmannalaugum. Rúmlega tuttugu manns eru farnir af stað og leit hafin. Meira »

Mega flytja mjaldra til Eyja

Í gær, 21:30 Vestmannaeyjabær hefur fengið heimild Umhverfisstofnunar til innflutnings á mjöldrum frá Kína til Eyja. Þetta segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, í samtali við mbl.is, en um er að ræða samstarfsverkefni með fyrirtækinu Merlin Entertainment. Meira »

Stöðva rekstur ef slökkt er á ofninum

Í gær, 21:00 Umhverfisstofnun mun stöðva rekstur kísilverksmiðju United Silicon, komi til þess að slökkt verði á ofni verksmiðjunnar lengur en í klukkustund eða ef afl hans fer undir tíu megavött. Meira »

Forvitnilegt súpurölt um Hvolsvöll

Í gær, 21:00 „Hátíðin hefur vaxið síðustu ár og sérstaklega síðust fimm ár. Það er alltaf fullt á tjaldsvæðinu og margir brottfluttir Hvolsvellingar láta sjá sig,“ segir Árný Lára Karvelsdóttir markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra um Kjötsúpuhátíðina sem verður haldin á Hvolsvelli um helgina. Meira »

Strætó ekur á hjólreiðamann

Í gær, 20:40 Strætisvagn ók á hjólreiðamann á gatnamótum Miklubrautar og Háleitisbrautar laust fyrir hálfníu í kvöld.  Meira »

Vantar þrjá kennara í Hafnarfirði

Í gær, 20:25 Í Hafnarfirði vantar þrjá grunnskólakennara til starfa þegar tölur voru teknar saman í gær, samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ. Í Störf skólaliða og stuðningsfulltrúa vantar 12 starfsmenn og 13 frístundaleiðbeinendur á frístundaheimilum. Meira »

„Risastór og akfeitur sigur“

Í gær, 19:50 „Í ágúst ætla ég bara að nefna einn svo risa stóran og akfeitan sigur að ég ræð mér vart fyrir svo innilegri gleði, bara tilhugsunin um að ég geti þetta loksins aftur eftir tvö ár. Í tvö ár gat ég þetta ekki og ég hafði ekki nokkurn einasta möguleika á að æfa þetta.“ Meira »

„Við getum ekki borgað okkur laun“

Í gær, 20:00 Við eldhúsborðið á Hallgilsstöðum í Þistilfirði situr sauðfjárbóndinn Maríus Halldórsson með reiknivél í hönd. Hann rýnir í nýútgefna verðskrá KS og reiknast til að fyrir lamb sem vegur 15 kíló fái hann greiddar 5.600 krónur. Meira »

„Það er manneskja á bakvið hvern draug“

Í gær, 19:36 Kristín Steinsdóttir rithöfundur á frumkvæði að gerð minningarskjaldar um Þórdísi Þorgeirsdóttur, sem var drepin í Stafdal ofan Seyðisfjarðar árið 1797 og fékk síðar á sig illt orð í þjóðsögum. Meira »

Slasaðist á svifdreka við Hafravatn

Í gær, 19:31 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um sexleytið í kvöld til að aðstoða svifdrekaflugmann sem slasaðist í Hafrahlíð fyrir ofan Hafravatn. Meira »

Málaði minningarvegg um Bowie

Í gær, 19:15 Miðbærinn á Akranesi skartar nú vegglistaverki til minningar um tónlistarmanninn David Bowie. Verkið er framtak Björns Lúðvíkssonar, íbúa á Akranesi og mikils Bowie-aðdáanda. Björn fékk hugmyndina að veggnum í kjölfar andláts Bowies. Farið er að gera slíka minningarveggi víða um heim. Meira »

Fyrsti vinn­ing­ur gekk ekki út

Í gær, 19:03 Hvorki fyrsti né ann­ar vinn­ing­ur gengu út í Vík­ingalottói kvölds­ins. Fyr­ir fyrsta vinn­ing voru í boði rúmir tveir millj­arðar króna, en um rúmlega 128 milljónir voru í boði fyr­ir ann­an vinn­ing. Meira »

Sveinbjörg Birna hættir í Framsókn

Í gær, 18:54 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, hyggst hætta í Framsóknarflokknum. Meira »

Verði nýttur til uppbyggingar fyrir fatlaða

Í gær, 18:21 Fasteignasjóður Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga mun fá nýtt hlutverk verði frumvarp samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins að lögum. Frumvarpið var til umræðu á fundi ríkisstjórnar í morgun. Meira »

Boða til auka-aðalfundar

Í gær, 17:53 „Okkur voru kynntar einhverjar lauslegar tillögur, þær eru ekki útfærðar og við erum náttúrlega bara að bíða eftir útfærslunni,“ segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, í samtali við mbl.is. Meira »

Listnámið var hennar lán í óláni

Í gær, 18:35 Kristbjörg Ólafsdóttir var sextug þegar hún tók stúdentspróf frá sjónlistadeild Myndlistaskólans í Reykjavík og 65 ára er hún útskrifaðist með BA-gráðu í listfræði frá Háskóla Íslands, eftir að hafa áður starfað við viðskipti og verslun lunga starfsævinnar. Meira »

69 ábendingar um óþef á einum degi

Í gær, 17:55 Yfir 400 ábendingar um meinta lyktarmengun frá kísilveri United Silicon í Helguvík hafa borist Umhverfisstofnun í ágúst. Um tugur ábendinga barst í dag en í gær voru þær margfalt fleiri eða 69. Verið er að keyra ofn verksmiðjunnar í gang aftur. Meira »

Leiðbeinendum fjölgar í grunnskólum

Í gær, 17:40 „Leiðbeinendum fjölgar í skólanum. Það þarf meiri slaka í þetta kerfi þannig að fólk með kennaramenntun geti farið á milli skólastiga og kennt,“ segir Lars Jóhann Imsland, skólastjóri Hraunvallaskóla. Meira »
Bækur til sölu
Bækur til sölu Íslenskt fornbréfasafn 2,3,4,5,9,10,11,12 og 14, ób., mk., Stra...
SÆT ÍBÚÐ T. LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Til leigu vel búnin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvalla...
Rotþrær og heitir pottar
Rotþrær og heitir pottar Rotþrær-heildarlausnir með leiðbeiningum um frágang. Ód...
 
Atvinna óskast
Starf óskast
Atvinna óskast Véliðnfræðingur / vél...
Lækjarmel 12
Atvinnuhúsnæði
Stórglæsilegt iðnaðarhúsnæði Lækjarme...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Opi...