Skátar á Íslandi í 100 ár

Erlendir skátar streyma nú til landsins til að taka þátt í Landsmóti skáta sem hefst á Úlfljótsvatni um komandi helgi. Landsmót skáta er nú haldið í 23. sinn en í ár fagna skátar 100 árum frá upphafi skátastarfs á  Íslandi.

Landsmótið í ár, sem stendur frá 22. til 29. júlí verður stórt í sniðum en gert er ráð fyrir allt að 6.000 gestum á Úlfljótsvatn þegar mest verður. Ekki er þar eingöngu um hefðbundna skátaflokka að ræða því á mótinu verða glæsilegar fjölskyldubúðir þar sem ævintýraþyrstum landsmönnum gefst kostur á að upplifa stemninguna og hinn sanna skátaanda sem einkennir svo stórt mót.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert