Skoða hafnir á Íslandi

Huang Nubo.
Huang Nubo. mbl.is/Ernir

„Kína er að verða stærsta hagkerfi heimsins. Ef við sjáum fyrir okkur umskipunarhöfn á Íslandi hlýtur stór hluti af vörum sem um hana fara að fara til Kína og Japans. Það er því mjög mikilvægt að þessi ríki séu beinir og óbeinir þátttakendur í slíkri vinnu,“ segir Halldór Jóhannsson, talsmaður Huang Nubo, sem miðlar Kína gögnum um hafnir hér.

Halldór segir Kínverja sýna mikinn áhuga á Íslandi og siglingum norður af landinu og staðfestir að í ágúst verði haldið málþing í Háskóla Íslands í tilefni af komu kínverska ísbrjótsins Snædrekans til landsins.

Þátttaka Kínverja nauðsynleg

Kína sé að verða stærsta hagkerfi heims og án aðkomu Kínverja sé ólíklegt að hægt verði að byggja upp nauðsynlega innviði, svo sem fyrir umskipunarhöfn, á norðurslóðum.

Halldór bendir jafnframt á að gífurleg auðæfi kunni að leynast á norðurslóðum og að þau geti, ásamt umskipunarhöfn, kallað á stórfellda uppbyggingu á Austurlandi. Þá setji ESB nú aukið fé í rannsóknir á svæðinu.

Trausti Valsson, prófessor í skipulagsfræði við Háskóla Íslands, hvetur Íslendinga til að gjalda varhug við áformum Kínverja hér á landi.

„Kínverjar líta á Ísland sem sérstaka vinaþjóð. Mörg vestræn ríki eru orðin tortryggin þegar kínverskar sendinefndir eru annars vegar en hér á landi eru þær leiddar inn í innsta hring,“ segir Trausti og bendir á hugsanlegan olíuauð í norðri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert