Mun reykja kannabis fyrir framan lögregluna

Örvar Geir Geirsson hyggst mótmæla banni stjórnvalda á kannabis-efnum frá ...
Örvar Geir Geirsson hyggst mótmæla banni stjórnvalda á kannabis-efnum frá og með 1. ágúst nk. mbl.is

Örvar Geir Geirsson, talsmaður RVK Homegrown, samtaka sem vilja afglæpun kannabis-neyslu, hyggst mótmæla íslenskri löggjöf í málaflokknum með því að fasta í tíu daga frá og með næstu mánaðamótum og reykja 1/3 af grammi af kannabis fyrir framan lögreglustöðina á degi hverjum. 

Örvar segir að samtökin hafi staðið fyrir mótmælum bæði í ár og í fyrra 20. apríl eða 4/20, sem er alþjóðlegur dagur kannabis-reykinga, með því að reykja kannabis á Austurvelli fyrir framan Alþingishúsið. Mótmælin hafi verið ansi fjölmenn í ár og að þeir geri ráð fyrir fleirum á næsta ári. Markmið hópsins er að stuðla að afglæpa neyslu kannabis-efna, en hann tekur ekki afstöðu til annarra vímuefna.

Hann vill þó vekja enn frekari athygli á málstað hópsins og segir: „Frá og með næstu mánaðamótum mun ég fasta í tíu daga og ég mun reykja 1/3 af grammi af kannabis fyrir framan lögreglustöðina daglega, í mótmælaskyni við að það sé lögbundið að mér beri að refsa með sektum og fangelsi fyrir neyslu mína á kannabis þar sem ég er ekki að valda öðrum skaða, hættu eða tjóni með upplýstri ákvörðun minni um kannabis-neyslu.“

Aðspurður hvort hann telji að lögreglan muni bregðast við mótmælasvelti hans segir Örvar að lögum samkvæmt beri henni að gera það: „En ef það er það sem þarf til þess að vekja athygli á óréttlætinu sem fylgir því að sekta og fangelsa fólk sem er ekki að valda öðrum skaða, hættu eða tjóni að þá er ég til í að taka því.“

Örvar segir að hann sé orðinn þreyttur á refsistefnu stjórnvalda í kannabis-málum. Hann hafi séð ýmsar hliðar á undirheimunum og viti hvað sé glæpur og hvað sé óréttlæti: „Ég veit hvað ofbeldi er og hef afneitað öllu ofbeldi í mínu lífi og hef því ákveðið að mótmæla á minn persónulega og friðsamlega hátt til að sýna fram á það óréttlæti sem ég bý við og þá fordæmingu sem fylgir því að vera endalaust skilgreindur sem glæpamaður þegar ég er ekki að valda neinum öðrum skaða og þurfa að lifa í ótta við lög sem eru óréttlát á allan hátt.“

RVK Homegrown er með heimasíðu á facebook, og eru meðlimir hópsins nú um þúsund manns. Örvar tekur það sérstaklega fram að sala og dreifing fíkniefna séu ekki leyfileg á heimasíðunni, henni sé einungis ætlað að stuðla að umræðu meðal svipað þenkjandi fólks, hvort sem það styðji afglæpun, fulla lögleiðingu eða notkun kannabis-efna í læknisfræðilegum tilgangi.

Örvar segir að hann vilji ekki hvetja fólk til þess að brjóta lög, og hyggst því standa einn að mótmælunum. „Þetta er mín eigin ákvörðun að gera þetta, en ef aðrir kjósa að taka þátt í þessu með mér að þá mun ég ekki vísa þeim frá eða telja ofan af því, en ég mun heldur ekki hvetja til þess.“ Mótmælin hefjast sem fyrr segir 1. ágúst næstkomandi, og hyggst Örvar hefja þau kl. 4:20 um eftirmiðdaginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Stöðva rekstur ef slökkt er á ofninum

21:00 Umhverfisstofnun mun stöðva rekstur kísilverksmiðju United Silicon, komi til þess að slökkt verði á ofni verksmiðjunnar lengur en í klukkustund eða ef afl hans fer undir tíu megavött. Meira »

Forvitnilegt súpurölt um Hvolsvöll

21:00 „Hátíðin hefur vaxið síðustu ár og sérstaklega síðust fimm ár. Það er alltaf fullt á tjaldsvæðinu og margir brottfluttir Hvolsvellingar láta sjá sig,“ segir Árný Lára Karvelsdóttir markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra um Kjötsúpuhátíðina sem verður haldin á Hvolsvelli um helgina. Meira »

Strætó ekur á hjólreiðamann

20:40 Strætisvagn ók á hjólreiðamann á gatnamótum Miklubrautar og Háleitisbrautar laust fyrir hálfníu í kvöld.  Meira »

Vantar þrjá kennara í Hafnarfirði

20:25 Í Hafnarfirði vantar þrjá grunnskólakennara til starfa þegar tölur voru teknar saman í gær, samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ. Í Störf skólaliða og stuðningsfulltrúa vantar 12 starfsmenn og 13 frístundaleiðbeinendur á frístundaheimilum. Meira »

„Við getum ekki borgað okkur laun“

20:00 Við eldhúsborðið á Hallgilsstöðum í Þistilfirði situr sauðfjárbóndinn Maríus Halldórsson með reiknivél í hönd. Hann rýnir í nýútgefna verðskrá KS og reiknast til að fyrir lamb sem vegur 15 kíló fái hann greiddar 5.600 krónur. Meira »

„Risastór og akfeitur sigur“

19:50 „Í ágúst ætla ég bara að nefna einn svo risa stóran og akfeitan sigur að ég ræð mér vart fyrir svo innilegri gleði, bara tilhugsunin um að ég geti þetta loksins aftur eftir tvö ár. Í tvö ár gat ég þetta ekki og ég hafði ekki nokkurn einasta möguleika á að æfa þetta.“ Meira »

Slasaðist á svifdreka við Hafravatn

19:31 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um sexleytið í kvöld til að aðstoða svifdrekaflugmann sem slasaðist í Hafrahlíð fyrir ofan Hafravatn. Meira »

„Það er manneskja á bakvið hvern draug“

19:36 Kristín Steinsdóttir rithöfundur á frumkvæði að gerð minningarskjaldar um Þórdísi Þorgeirsdóttur, sem var drepin í Stafdal ofan Seyðisfjarðar árið 1797 og fékk síðar á sig illt orð í þjóðsögum. Meira »

Málaði minningarvegg um Bowie

19:15 Miðbærinn á Akranesi skartar nú vegglistaverki til minningar um tónlistarmanninn David Bowie. Verkið er framtak Björns Lúðvíkssonar, íbúa á Akranesi og mikils Bowie-aðdáanda. Björn fékk hugmyndina að veggnum í kjölfar andláts Bowies. Farið er að gera slíka minningarveggi víða um heim. Meira »

Fyrsti vinn­ing­ur gekk ekki út

19:03 Hvorki fyrsti né ann­ar vinn­ing­ur gengu út í Vík­ingalottói kvölds­ins. Fyr­ir fyrsta vinn­ing voru í boði rúmir tveir millj­arðar króna, en um rúmlega 128 milljónir voru í boði fyr­ir ann­an vinn­ing. Meira »

Sveinbjörg Birna hættir í Framsókn

18:54 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, hyggst hætta í Framsóknarflokknum. Meira »

Listnámið var hennar lán í óláni

18:35 Kristbjörg Ólafsdóttir var sextug þegar hún tók stúdentspróf frá sjónlistadeild Myndlistaskólans í Reykjavík og 65 ára er hún útskrifaðist með BA-gráðu í listfræði frá Háskóla Íslands, eftir að hafa áður starfað við viðskipti og verslun lunga starfsævinnar. Meira »

Verði nýttur til uppbyggingar fyrir fatlaða

18:21 Fasteignasjóður Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga mun fá nýtt hlutverk verði frumvarp samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins að lögum. Frumvarpið var til umræðu á fundi ríkisstjórnar í morgun. Meira »

Boða til auka-aðalfundar

17:53 „Okkur voru kynntar einhverjar lauslegar tillögur, þær eru ekki útfærðar og við erum náttúrlega bara að bíða eftir útfærslunni,“ segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, í samtali við mbl.is. Meira »

Ljósanótt haldin í 18. skipti

17:15 Hjólbörutónleikar, Queen messa, árgangsgangan og bryggjuball með Bæjarstjórnarbandinu verða meðal viðburða á Ljósanótt í Reykjanesbæ þetta árið. Meira »

69 ábendingar um óþef á einum degi

17:55 Yfir 400 ábendingar um meinta lyktarmengun frá kísilveri United Silicon í Helguvík hafa borist Umhverfisstofnun í ágúst. Um tugur ábendinga barst í dag en í gær voru þær margfalt fleiri eða 69. Verið er að keyra ofn verksmiðjunnar í gang aftur. Meira »

Leiðbeinendum fjölgar í grunnskólum

17:40 „Leiðbeinendum fjölgar í skólanum. Það þarf meiri slaka í þetta kerfi þannig að fólk með kennaramenntun geti farið á milli skólastiga og kennt,“ segir Lars Jóhann Imsland, skólastjóri Hraunvallaskóla. Meira »

Yrðu dýrustu jarðgöng á Íslandi

17:10 Gjaldtaka á stofnleiðum í kring um höfuðborgarsvæðið gætu skapað svigrúm til að ráðast í brýnar samgönguúrbætur víða um land. Þetta er á meðal þess sem fram kom í máli Jóns Gunnarssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á opnum fundi á Reyðarfirði á mánudag. Meira »
Hreinsa þakrennur, ryðbletta þök o.fl
Hreinsa þakrennur ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma...
Vantar Bílamálara/Bifreiðasmið í vinnu.
5 stjörnu Gæða vottað Réttingaverkstæði vantar Bílamálara og bifreiðasmið til s...
40 feta kæligámur til sölu
Til sölu 40 feta kæli/frystigámur, staðsettur á höfuðborgarsvæðinu, Gámurinn hef...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar
Önnur störf
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar Stj...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar og útskurður með leiðb...