Lögðu rósir við minningarreitinn

Hópur kom saman í Vatnsmýrinni til að minnast fórnarlambanna og …
Hópur kom saman í Vatnsmýrinni til að minnast fórnarlambanna og voðaverkanna í Noregi fyrir ári síðan. mbl.is/Eggert

Hópur fólks kom saman á minningarathöfninni sem fram fór í Vatnsmýrinni í kvöld. Það voru ungir jafnaðarmenn sem stóðu fyrir samkomunni til að minnast voðaverkanna í Útey í Noregi og í Osló þegar fjöldi ungra jafnaðarmanna í Noregi var myrtur á árlegri samkomu í eynni fyrir ári.

Hópurinn lagði rósir við minningarreitinn í Vatnsmýrinni eftir mínútuþögn og að því loknu flutti Silje Arnekleiv, fyrsti sendiráðsritari norska sendiráðsins, ræðu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert