Vilja leggja mannanafnanefnd niður

Davíð Þorláksson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Davíð Þorláksson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna.

Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna hefur sent frá sér ályktun um að lög um mannanöfn verði afnumin og mannanafnanefnd verði lögð niður. Ályktunin er eftirfarandi:

„Ungir sjálfstæðismenn vilja að lög um mannanöfn verði afnumin. Með því myndi ríkið hætta öllum afskiptum af því hvað fólk kýs að nefna sig og mannanafnanefnd yrði lögð niður. Það er veruleg takmörkun á frelsi einstaklinga að til sé nefnd á vegum ríkisins sem leggur mat á það hvort nöfn hafi eignarfallsendingu, hafi unnið sér hefð í íslensku máli, brjóti í bága við íslenskt málkerfi, séu rituð í samræmi við almennar ritreglur eða séu karlmannsnöfn eða kvenmannsnöfn.

Það á að vera foreldrum í sjálfsvald sett hvað þeir kjósa að nefna barn sitt, og síðan nafnbera sjálfum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert