40 manns á samstöðufundi

Samstaða ríkir meðal rigningarvotra gesta sem koma nú saman á …
Samstaða ríkir meðal rigningarvotra gesta sem koma nú saman á Ingólfstorgi. mbl.is/Styrmir Kári

Um 30-40 manns eru nú samankomnir á samstöðufundi með almenningi í Sýrlandi á Ingólfstorgi. Fundurinn hófst klukkan þrjú og er boðað til fundarins vegna þeirra stigvaxandi átaka og borgarastríðs sem geisað hefur í landinu undanfarin misseri, en 20 þúsund manns hafa látið lífið í átökunum.

Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamaður flytur nú ávarp fyrir viðstadda og er ekki að sjá að fundargestir láti rigningu á sig fá. Bjartmar Guðlaugsson og Rúnar Þór munu flytja flytja nokkur lög. 

Fundurinn stendur til fjögur, en í lok hans verður borin upp stutt ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld og utanríkismálanefnd Alþingis, stjórnarliða jafnt sem stjórnarandstæðinga, að leggjast á eitt í að þrýsta á alþjóðastofnanir og deiluaðila um tafarlaust vopnahlé og friðsamlega lausn deilumála.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert