Umskipti í afkomu heimilanna

Niðurstöður álagningar ríkisskattstjóra á einstaklinga staðfesta umskipti í afkomu heimilanna á árinu 2011. Fram kemur í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu að hinn 1. ágúst nk. komi til útborgunar úr ríkissjóði til framteljenda 20,4 milljarðar króna eftir skuldajöfnun vegna vangoldinna krafna.

Í fyrra voru greiddir út 23,7 milljarðar. Vaxtabætur eru stærsti hluti útborgunarinnar og nema þær 7,6 milljörðum. Auk þess nemur sérstök vaxtaniðurgreiðsla 2,6 milljörðum og er hér um að ræða seinni útgreiðslu ársins.

Útgreiðslur eru nánar sundurgreindar í eftirfarandi töflu:

Liður

m.kr.

Barnabætur

1.972

Vaxtabætur

7.623

Sérstök vaxtaniðurgreiðsla

2.635

Ofgreidd staðgreiðsla tekjuskatts og útsvars

6.975

Ofgreidd staðgreiðsla fjármagnstekjuskatts

741

Annað

447

Alls

20.394

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert