Heimir býður sig fram til formanns

Heimir Hannesson ásamt Erlu Maríu Tölgyes.
Heimir Hannesson ásamt Erlu Maríu Tölgyes.

Heimir Hannesson hefur tilkynnt um framboð sitt til formennsku í Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, en aðalfundur félagsins verður haldinn næstkomandi miðvikudag.

Fram kemur í tilkynningu að Heimir sé nemi á þriðja ári í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hann hafi langa reynslu af félagsstörfum, setið í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna árin 2005–2007 og í stúdentaráði fyrir Vöku 2010–2012.

Varaformannsefni Heimis er Erla María Tölgyes, sálfræðinemi, og aðrir frambjóðendur með Heimi og Erlu eru Sunna Sæmundsdóttir laganemi, Arnar Pálmi Guðmundsson, nýstúdent frá MS, Erna Jóna Guðmundsdóttir laganemi, Elí Úlfarsson flugnemi, Daníel Ingvarsson, nemi við Verslunarskóla Íslands, Elín Jónsdóttir laganemi, Ásgrímur Hermannsson, nemi í kínversku, Ásgeir Hafsteinn Pétursson, nemi við Fjölbrautaskólann við Ármúla, Ísak Rúnarsson hagfræðinemi, og Íris Rún Karlsdóttir verkfræðingur.

Kosningamiðstöð Heimis og Erlu Maríu er til húsa við Nóatún 17.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert