Olíuhreinsun yrði þvert á stefnu VG

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Ómar

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, segir hugmyndir um olíuhreinsunarstöð í Finnafirði ekki samræmast stefnu Vinstri grænna í umhverfismálum.

Í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag segist hann hins vegar telja  líklegt að mannvirki vegna olíuleitar verði senn reist á Austurlandi.

Steingrímur vildi ekki tjá sig um grein félaga sinna í VG á vefnum Vinstrivaktinni. Þeir segja sölu Grímsstaðalands ganga á stefnu VG og krefjast þess að hann geri grein fyrir því hvort hann hafi átt aðkomu að undanþágum sem greitt hafi götu Huang Nubo á Íslandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert