Spyrja hvort allt sé með felldu í Grímsstaðamálinu

Þingmenn Hreyfingarinnar spyrja hvort allt sé með felldu í Grímsstaðamálinu.
Þingmenn Hreyfingarinnar spyrja hvort allt sé með felldu í Grímsstaðamálinu. mbl.is

„Ég kann enga skýringu á þeim hraða sem er á afgreiðslu málsins. Ástæðan er líklega þrýstingur frá flokkselítu Samfylkingarinnar,“ segir Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, um afgreiðslu málsins.

„Vitað er að Huang Nubo gaf yfir 100 milljónir króna til þýðingarsjóðs sem Hjörleifur Sveinbjörnsson, eiginmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, hefur aðkomu að. Sjálf hefur Ingibjörg Sólrún farið á Grímsstaði með Huang Nubo. Ég veit ekki hvað því gengur til samfylkingarfólkinu,“ segir Þór einnig í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Það er óskiljanlegt að menn vilji koma jafnstóru landsvæði undir skúffufyrirtæki í eigu Huangs. Þá hafa sveitarstjórnarmenn á Norðausturlandi lýst sig því fylgjandi að þeim ferðum loknum. Það hlýtur að vekja spurningar,“ segir Þór.

Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, vill fá öll gögn í Grímsstaðamálinu upp á borðið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert