Margir flytja af landi brott

Margir Íslendingar freista enn gæfunnar í Noregi, tæpum fjórum árum …
Margir Íslendingar freista enn gæfunnar í Noregi, tæpum fjórum árum eftir efnahagshrunið haustið 2008.

Íslenskir ríkisborgarar halda áfram að freista gæfunnar í Noregi. Þannig fluttust þangað 610 íslenskir ríkisborgarar á fyrri helmingi ársins eða 310 fleiri en fluttust til Íslands.

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, segir marga horfa út. „Þótt ástandið sé farið að lagast er enn ekki nóg af verkefnum fyrir alla. Margir rafiðnaðarmenn leita því enn tækifæra erlendis. Þeir komast í góð laun vegna þess hve krónan er veik. Ég held að það þurfi að fara ansi langt aftur til að finna jafn langt samfellt skeið brottflutnings.“

Í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar,  ekki merki um að stór hópur félagsmanna sinna leiti út. Aftur á móti segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, brottflutninginn áhyggjuefni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert