Kynvilla, ónáttúra og annað óeðli

Í tilefni af Hinsegin dögum hefur verið sett upp sýningin: Fram í dagsljósið – Hinsegin saga í skjölum, í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur þar sem m.a. er hægt að sjá hvernig orðræða og viðhorf gagnvart samkynhneigð hafa þróast hér á landi í gegnum tíðina. Blaða- og tímaritsgreinar hafa verið grafnar upp og í þeim birtist orðfæri sem er flestum framandi nú.

Það er Borgarskjalasafn Reykjavíkur sem setur sýninguna upp og Svanhildur Bogadóttir, borgarskjalavörður og sýningarstjóri, segir það vera sérstakt að sjá svart á hvítu hversu miklir fordómarnir voru á árum áður, en um 70 ára skeið varðaði samkynhneigð við hegningarlög. Á sýningunni er einnig rakin saga þeirra áfanga og sigra sem samkynhneigðir hafa náð á síðastliðnum áratugum.

Á sýningunni er einnig hægt að virða fyrir sér skjalasafn Samtakanna 78 sem er í vörslu Borgarskjalasafns og fletta í gegnum efni sem samtökin hafa gefið út í gegnum tíðina.

MBL Sjónvarp leit inn í Ráðhúsinu í morgun þegar verið var að setja sýninguna upp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert