Björguðu jeppa upp úr Vestari-Jökulsá

Björgunarsveitir að störfum á hálendinu
Björgunarsveitir að störfum á hálendinu

Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð og Skagfirðingasveit voru kallaðar út í gærkvöldi þar sem beðið var um aðstoð vegna jeppa sem var fastur í sandbleytu í Vestari-Jökulsá norðan Hofsjökuls.

Jeppinn var vel útbúinn og í samfloti við annan. Þurfti tvo bíla til að spila hann upp en erfitt var að komast að honum vegna vatnavaxta. Gekk verkið ágætlega og voru björgunarmenn komnir til byggða um klukkan þrjú í nótt, að því er fram kemur á vef Landsbjargar.

Miklir vatnavextir eru í flestum jökulám um þessar mundir og margar þeirra með öllu ófærar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert