Ekki heiðarlegt að halda áfram

Utanríkismálanefnd kom saman í gær og var umsóknarferlið til umræðu …
Utanríkismálanefnd kom saman í gær og var umsóknarferlið til umræðu og staðan í viðræðunum. mbl.is/Styrmir Kári

Árni Þór Sigurðsson, þingflokksformaður Vinstri grænna og formaður utanríkismálanefndar, segir „eðlilegt“ að allir flokkar endurmeti afstöðu til Evrópusambandsaðildar í ljósi umróts í Evrópu.

Hann býst við því að þingflokkur Vinstri grænna komi saman á næstunni og ræði aðildarferlið. Ekki sé þó hægt að segja til um það á þessari stundu hvort það leiði til einhverrar afstöðubreytingar til ferlisins í heild eða um þann tímaramma sem unnið er eftir í aðildarviðræðunum.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ljóst að viðræðum við Evrópusambandið verði ekki lokið á þessu kjörtímabili. „Þessum viðræðum verður þess fyrir utan aldrei lokið miðað við óbreyttar aðstæður.“

Gunnar Bragi Sveinsson, Framsóknarflokki, telur málið komið í öngstræti og segir ljóst að því fari fjarri að einhugur ríki um aðild hjá VG. Sérstaklega í ljósi ummæla tveggja ráðherra flokksins um liðna helgi.

„Það er ekki heiðarlegt gagnvart neinum að halda þessu áfram svona með hangandi hendi. Það þýðir ekkert að koma bara alltaf fram annað slagið eins og vinstri grænir og mótmæla einhverju en halda síðan ferlinu bara áfram á fullri ferð eins og áður,“ segir Gunnar Bragi í ítarlegri umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert